Ég hef gert svona annál í máli og myndum frá 2015 og er þetta því í 10 skiptið. Eins og ég hef yfirleitt tekið fram þá er þetta fyrst og fremst gert mér til ánægju og upprifjunar. Ef einhver les þetta þá er það bara plús.
JANÚAR
Janúar byrjaði með krafti í því sem okkur finnst skemmtilegast – að ferðast. Við fórum fyrst í sumarbústað með Döggunum og mökum sem eru ansi skemmtilegir ferðafélagar. Svo skelltum við okkur í surprise ferð á Akureyri þar sem Guðmundur var í verklegu námi á flugsafninu en hann er að læra Flugvirkjun. Hann átti 20 ára afmæli þann 16. janúar og við gátum haldið þessu leyndu fyrir honum. Leigðum okkur bústað og fórum öll norður, ég, Jónína, Kristófer, Lena og Rakel og áttum gott kvöld með honum.
Næsta ferðalag var með saumaklúbbnum hjá Jónínu og mökum og skelltum við okkur í helgarferð á hótel Búðir sem var mjög vel heppnuð.

Áramótaselfie 
Við Brekkuskóg 
Spilafín 
Kristó og Lena 
Lena, Rakel og Guðmundur 
Og skrýtna mamman 
Í bóndadagsmat hjá Hjördísi 
Kvöldverður á hótel Búðum 
Saumaklúbburinn 
og við hjónin 
Og auðvitað farið í búðir 
Hamingja með bóklega prófið
FEBRÚAR
Febrúar var rólegur í ferðalögunum að minnsta kosti. Guðmundur hélt áfram fyrir norðan í góðu yfirlæti hjá Íris frænku sinni og Steina. Rakel, og jú kannski badminton mót líka, drógu hann þó í bæinn um hverja helgi.
Kristófer byrjaði á risa verkefni en hann skellti sér í fyrsta Tattoo tímann þar sem byrjað var að vinna á sleeve hjá honum og hélt svo uppá 26 ára afmælið sitt.
Lena var búin að stunda ökunámið af krafti og því var kominn tími á að kaupa bíl. Fínn Ford Fiesta varð fyrir valinu og fékk hann að bíða á planinu í nokkra daga eftir að hún fékk prófið en hún náði bæði verklega og bóklega tímanlega og fékk því að bíða.

Hjördís í pössun 
Á Hjalteyri 
Gott silfur er gulli betra 
Nýji bíllinn hennar Lenu 
Kristó í tattoo 
Ticket to ride
MARS
Mars byrjaði vel með 17 ára afmælinu hennar Lenu þar sem hún gat loksins farið að rúnta á nýja bílnum sínum.
Svo æxlaðist það þannig að ég eyddi of miklum tíma á sjúkrastofnunum. Byrjaði þannig að það leið yfir mig og ég var sendur á bráðamóttökuna. Þar fékk ég fullt af rannsóknum en allt leit vel út og var sendur heim. Þessu var svo fylgt eftir með hjartarannsókn sem kom líka vel út.
22. mars fórum við Jónína svo í helgarferð, fyrstu nóttina á Örk og svo á Brú Guesthouse. Þar vaknaði ég upp um miðja nótt með mikla verki í kviðnum. Hélt að það myndi jafna sig en dró svo konuna á fætur um 7 til að keyra mig á móttökuna á Selfossi. Þar var ég sendur heim eftir ómskoðun með þeim skilaboðum að þetta væru líklega gallsteinar og myndi líklega jafna mig. Það gerðist ekki og þá fór ég aftur á bráðamóttökuna, var sendur þar aftur í ómskoðun og þá kom í ljós að þetta var botnlanginn. Ég var því sendur á Hringbraut þar sem botnlanginn var fjarlægður 2 dögum seinna.

Hjördís og Lena 
Komin með bíltúr 
Fyrsti bíltúrinn 
Brúðkaupsafmæli 
Fyrri heimsóknin 
Brúðkaupsafmæli 
Brú Guesthouse 
Einum botnlanga fátækari
APRÍL
Fengum Hjördísi til okkar í helgarpössun sem var gaman eins og alltaf og tókum hana svo með okkur í fermingarveislu hjá Amelíu frænku (Hjaltadóttur).
Vegna breyttra reglna hjá Reykjavíkurborg þurfti Jónína að klára orlofsdagana sína og ákváðum við því að skella okkur í bústaðinn í Grafningnum og fara svo áfram í bústað í Brekkuskógi. Vegna mikillar bleytu var nú bara ófært í bústaðinn okkar og þá voru góð ráð dýr. Þá komu góðir vinir okkur til bjargar en Haukur og Guðbjörg buðu okkur í bústaðinn þeirra og vorum við þar í tvær nætur. Þar var spilað, borðað alltof mikið nammi og farið í hjólatúr í Sólheima.
Svo fórum við í bústaðinn í Brekkuskóg og lentum þar í ævintýralegri hjólaferð þar sem við lentum í þvílíka drullusvaðinu að við náðum að hjóla ca 500 metra á um klukkustund.

Hjördís í pössun 
Fermingarfínar 
Mamma og systur pabba 
Ævintýraferð í Grímsnesið 
Hjólatúr í Sólheima 
Út að borða á Selfossi 
Skál
MAÍ
Maí varð mánuður stórra ákvarðanna en þá tókum við þá stóru ákvörðun að minnka við okkur húsnæðið. Við ákváðum eftir 3ja ára dvöl í Setbergi að selja parhúsið okkar í Lindarberg. Við fundum fína íbúð í Skipalóni og fengum öll tilboð samþykkt í maí. Kaupsamningar fyrirhugaðir í Júní og flutningur í Ágúst.
Svo var komið að því að ég fengi að fara með Jónínu í vinnuferð til útlanda en hún var á leið til Serbíu. Það var mjög skemmtileg ferð og gaman að koma til Serbíu, þó svo að það sé ekki endilega land sem fari á topp 10 listann.
Kristófer skellti sér svo til Prag með vinahópnum.

Á róló 
Badminton þjálfun 
Í Belgrad, Serbíu 

Belgrad 
Belgrad 
Belgrad 
Belgrad 

Vínkynning 
Belgrad 
Novi Sad – Serbía
JÚNÍ
Í júní kusum við forseta eins og flestir Íslendingar. Svandís frænka útskrifaðist úr háskóla og Hjördís Birta hélt uppá 5 ára afmælið. Við gengum frá kaupsamningum á Lindarberg og Skipalóni. Og svo var loksins komið að fyrstu útilegu sumarsins. Við skelltum okkur alla leið á Laugarvatn með Úlfari og Helgu. Þar var farið í hjólatúr sem varð einn af eftirminnilegustu hjólatúrum sumarsins, og urðu þeir nú samt nokkrir. Það var hjólað yfir torfærur, á, eftir þjóðvegi og fyrst og fremst í góðum félagsskap.

Afmælisbarnið 
Í afmæli Hjördísar 
Mikið rætt 
Frábær hjólatúr við Laugavatn 
Helga í æfingum 
Sæl eftir hjólatúrinn
JÚLÍ
Útilega númer tvö var farin í byrjun júlí með „Stúlkum og stælgæjum“ eins og við köllum saumaklúbbinn hjá Jónínu og maka. Farið var á Fossatún í Borgarfirði og var mjög gaman eins og alltaf með þessum hóp en þær eru ófáar útilegurnar sem þessi hópur hefur farið saman í.
Svo hófst sumarfríið. Verkefnið var að elta (eða finna) sólina og því var auðvitað haldið austur á Egilsstaði. Hjördís og Svana fylgdu með og fyrstu helgina kom Lena líka. Svo fór Lena heim, Hjördís og Svana stuttu seinna og þá bættust Úlfar og Helga í hópinn. Þegar það stefndi í rigningu færðum við okkur á Grenivík þar sem Svavar og Milla lofuðu sól og blíðu sem þau stóðu við að mestu leyti. Þegar það stefndi svo í rigningu þar þá snerum við aftur á Egilsstaði. Þar vorum við svo þar til við fórum aftur heim.
Nokkrir hápunktar frá annars frábæru sumarfríi
Fórum í Stuðlagil með Svönu, Hjördísi og Lenu. Mjög skemmtilegt og Stuðlagil einn fallegasti staður Íslands.
Eyddum degi með Röggu og Óla þar sem Lena og Hjördís skelltu sér meðal annars ofaní kaldan lækinn.
Hjólaferð í Hvalvatnsfjörð þar sem farið var yfir ófáar óbrúaðar ár og Helga Dögg átti svip ársins – sjá mynd 😊
Hjólað og gengið á Kaldbak. Frábær ferð og líklega einn af tveim hápunktum sumarfrísins.
Gengið í Stórurð. Önnur frábær ferð og hápunktur sumarfrísins.

Í útilegu með góðum vinum 

Fyrsti dagur í sumarfríi 
Sólin var á Egilsstöðum 
Fór undir Fardagafoss 
Í Stuðlagili 
Stuðlagil 
Stuðlagil 
Kveðjumáltíð Lenu 
Grenivík 
Grenivík 
Svipur ársins 
Húsavík 
Húsavík 
Geosea Húsavík 
Á leið uppá Kaldbak 
Á leið uppá Kaldbak 
Uppi á Kaldbak 
Uppi á Kaldbak 
Í Hallormsstaðaskógi 
Á leið í Stórurð 
Stórurð 
Stórurð 
Við Stórurð 
Í Stórurð
ÁGÚST
Byrjuðum mánuðinn á að flytja úr Lindarberginu í Skipalón. Tókum okkur smá hlé í að koma okkur fyrir og fórum í hjólatúr með Guðmundi í Heiðmörk á einum besta degi sumarsins á Höfuðborgarsvæðinu. Sú ferð hafði þær afleiðingar að við uppfærðum hjólin okkar og fengum okkur ný fulldempuð hjól.

Á nýjum stað 
Einn af góðu dögunum 
í hjólatúr 
Menningarnótt 
Menningarnótt 
Kristó vígalegur
SEPTEMBER
Í september gengum við svo frá kaupum á sumarbústaðalóð í Grímsnesi. Keyptum lóð í Álfabyggð í landi Miðengis og munum vonandi eyða miklum tíma þar á næstu árum en fyrst er að koma upp húsi þar.
Í tilefni afmælis Jónínu fórum við á Hótel Húsafell og tókum auðvitað nýju hjólin með okkur. Þar náðum við góðum hjólatúrum og var frábært að hjóla inn Selgil og fara þar í heitu laugina þar.
Þegar heim var komið biður börnin eftir okkur og tilkynntu okkur að ein af afmælisgjöfum Jónínu væru litlar gular endur sem væru faldar hér og þar um íbúðina.
Um miðjan mánuðinn var svo haldið af stað frábæra utanlandsferð. Ferðafélagarnir voru ekki af verri endanum en það voru Úlfar og Helga og þau Haukur og Guðbjörg. Ferðinni var heitið fyrst til Frankfurt en svo áfram til Passau þar sem við áttum að fara í fljótahótel og hjólaferð um Dóná. Vegna flóða í Dóná þá breyttist þetta þannig að við fórum með rútu frá Passau til Vín þar sem hjólaferðin byrjaði. Hjóluðum við um Bratislava, Vín og svo meðfram Dóná. Hreint frábær ferð með frábærum ferðafélögum.

Sumarbústaðalandið 
Við Húsafell 
Selgil 
Selgil 
Selgil 
Afmælisspil hjá Jónínu 
Í Frankfurt 
Við hjónín 
Helga og Úlfar 
Guðbjörg og Haukur 
Í mjög lítilli lyftu 
Geggjaður rooftop bar 
Í Passau 
Í Passau 
Í Bratislava 
Fyrsti hjólatúrinn 
Bratislava 
Í Vín 
60´s þema kvöld 
Hjólahópurinn 
Skipið okkar 
Geggjaður síðasti hjólatúrinn
OKTÓBER
Í október var komið að því að mamma fengi jólagjöfina sína en við gáfum henni leikhúsferð á Eltum Veðrið í Þjóðleikhúsinu.
Þá skelltum við okkur á tónleika hjá Mugison, sem er í miklu uppáhaldi. Fengum svo Hjördísi í fyrstu næturpössunina í Skipalón.
Við fórum svo í ferð í Borgarnes þar sem við skelltum okkur á tónleika með Uni Torfa, geggjaðir alveg.
Mánuðirinn endaði svo á þeim stóru gleðifréttum að Kristófer gerði kauptilboð í íbúð sem var samþykkt. Afhending í jan 2025.

Leikhúsið 
Hjördís og Guðmundur 
Hjördís að fylgjast með Kristó 
Frábærir tónleikar með Mugison 
Frábærir tónleikar með Unu Torfa
NÓVEMBER
Ég fór í vinnuferð á WTM í London en að þessu sinni kom Jónína ekki með. Fórum í matarboð til Úlfars og Helgu ásamt Jónínu Dögg og Friðrik. Þá hélt ég uppá afmælið mitt þar sem krakkarnir héldu uppteknum hætti og gáfu mér jóladagatal með öndum.
Föstudaginn eftir afmælið mitt kom svo Jónína óvænt í vinnuna til mín að sækja mig í óvissuferð. Farið var í Borgarnes þar sem ég var sendur í nudd, svo var farið á hótel Hamar þar sem við eyddum helginni.

London 
London 
Í London 
DESEMBER
Desember var busy líkt og búast mátti við. Mamma hafði lofað því að ef hún yrði 80 ára að þá myndi hún fara í tattoo. Nú var komið að því þar sem að hún verður 80 ára í janúar og því vildi hún fara tímanlega. Það varð því úr að Guðmundur og Lena skelltu sér með og fengu sér tattoo í leiðinni.
Fyrsta aðfangadagskvöldið í Skipalóni gekk vel en Hjördís og Svana voru með okkur að venju. Jóladagur var svo hjá mömmu eins og alltaf.
Árinu lauk svo með spilakvöldi með fjölskyldunni.

Hellisgerði 
Mamma í tattoo 
Lena í tattoo 
Hjördís að skreyta tréið 
Uppáhaldsfólkið 
Dinner selfie 
Jóla selfie 
Við hjónin 
Okkar
Færðu inn athugasemd