Eftir þó nokkra íhugun þá ákváðum við hjónin að breyta flugmiðanum sem við vorum búin að bóka og fara til Madeira í stað Tenerife. Við vissum að veðrið yrði líklega ekki jafngott en hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að geta farið að skemmtilegar gönguferðir og skoðað þessa eyju sem kölluð er Hawaii Evrópu.
Við bókuðum okkur hótel í Funchal, höfuðborginni allan tímann og bílaleigubíl í 4 daga.
Fyrstu tvo dagana notuðum við í að skoða okkur um í Funchal. Við keyptum okkur í Hopon-hopoff sem við erum ekki vön að gera og voru það nokkuð góð kaup. Þar sáum við hve fallegt umhverfið er, fórum aðeins hærra í borgina, án þess að þurfa að takast á við að labba brekkurnar.
Við fórum því á útsýnisstaðinn Barcelos með rútunni, þaðan fórum við svo í mjög fallegt þorp við hlið Funchal sem heitir Camara de Lobos. Því næst fórum við með hopon/hopoff í „grasagarðinn“ þeirra sem var uppí Monte. Þá fórum við, eins og sönnum túristum sæmir, niður með Toboggan sleðunum. Mæli með að taka hop on en það þarf að taka hann snemma þar sem að miðinn gildir bara einn dag og okkur fannst amk spennandi að fara út á þessum stöðum sem eru nefndir hér að ofan.
En þá er komið að hápunktum ferðarinnar en það var að fara að aka um eyjuna og fara meðal annars í gönguferðir. Vegakerfið hérna er afskaplega vel gert. Til að setja þetta í samhengi þá er Ísland 139 sinnum stærra en Madeira en á Madeira eru yfir 150 jarðgöng á meðan þau eru 16 á Íslandi (heimild ChatGPT). Þá eru afskaplega margar stórar brýr á Madeira einnig og þjóðvegurinn hringinn í kringum landið er á flestum stöðum tvíbreiður. Íbúar í Madeira eru um 250 þús og ferðamenn um 2,4 milljónir. Á Íslandi erum við ekki einu sinni búin að malbika allan hringveginn og erum enn með 30 einbreiðar brýr þar (aftur skv ChatGPT).
Að ferðast um þessa eyju var því afskaplega skemmtilegt og auðvelt. En svo komum við aftur að nokkru sem aðskilur þessar tvær eldfjallaeyjur en það er aðstaðan fyrir göngumenn en hún er hreint frábær hérna á Madeira. Öryggið á gönguleiðum (amk þeim sem við gengum) var afskaplega gott. Hér eru vottaðar gönguleiðir, svokallaðar PR, og greiðir maður 3 evrur á mann fyrir að ganga hverja leið og bókar það á netinu. Það gjald fer svo í viðhald á leiðunum og voru þær einmitt afskaplega góðar.
Á vefsíðunni um gönguleiðirnar kemur líka fram ef hún er opin, lokuð eða lokuð að hluta.
Þegar við ókum um eyjuna fórum við og skoðuðum Nuns Valley, Seixal og Porto Moniz sem eru allt „must see“ að mínu mati. Frá Porto Moniz ákváðum við svo að keyra strandarleiðina til baka en þá þurfum við að setja inn einn og einn bæ í GPS ið svo að tækið taki okkur ekki stystu leið. Það tók slatta lengri tíma en var alveg þess virði. Afskaplega flottir bæir margir hverjir.
Heilt yfir frábær ferð og ekkert neikvætt, nema þá kannski íslendingurinn sem sá þörf í því að „herma“ eftir talsmáta asíska parsins sem hann mætti. Eitt af þeim skiptum sem maður er ekki stoltur af samlöndum sínum.
En látum myndirnar tala sínu máli.
Og Madeira heimsækjum við aftur.

Fögur fyrsta sýn 
Glöð að vera komin til Funchal 
í Funchal 
Funchal 
Camara de Lobos Harbour 
Camara de Lobos Harbour 
Camara de Lobos Harbour 
Í Tropical garðinum í Funchal 
Í Tropical garðinum 
Fyrir sleðaferðina 
Mercado dos Lavradores 
Fyrsta gönguferðin – PR8 
Afskaplega vel við haldið stígunum 
Góðir stígar 
Frábært landslag 
Gönguferð no 2 – PR9 
Göng fyrir göngufólk 
Önnur göng 
Stór og mikil tré 
Sátt göngufólk 
Nuns Valley 
Í Curral das Freiras 
Í Seixal 
Náttúrulaugar í Seixal 
Náttúrulaugar í Porto Moniz 
Náttúrulaugar í Porto Moniz 
Séð yfir Porto Moniz 
Séð yfir að Paul do Mar 
Sólarlagið í Ponto do Sol 
Síðasta gönguferðin – PR6 
Tré út um allt 
Og tröppur út um allt 
Levada das 25 Fontes 
Og fleiri tré 
Göngugarpur 
Náttúruböð við Funchal 
Mamma safnið í Funchal 
Og leikið sér í 3D safninu í Funchal 
Engillinn 
Gefið dýrunum
Færðu inn athugasemd