Glæsilegur árangur Framsóknarflokksins


Í þarsíðustu alþingiskosningum kaus ég Samfylkinguna. Vegna mikils skorts á að staðið væri við stóru orðin ákvað ég árið 2013 að kjósa ekki Samfylkinguna aftur.  Það tók þennan flokk tæp 4 ár að missa mig sem kjósanda hjá þeim. Í síðustu kosningum reyndi ég að vanda mig betur og kaus Framsókn.

Ég hef skrifað um það áður hérna hve lélegur kjósandi ég er og því ætla ég ekki að telja það upp aftur hérna. Þessi póstur er til þess að hrósa Framsóknarflokknum fyrir glæsilegan árangur þeirra. Þeir klára það á einu ári sem það tók Samfylkinguna fjögur ár að gera en það er að missa mig sem kjósanda.  Það eru ótal ástæður sem má telja upp fyrir þessum glæsilega árangri þeirra en ein er þó sú stærst en það er Sigmundur Davíð.

Sigmundur Davíð er vissulega ein stærsta ástæðan fyrir því að ég kaus Framsóknarflokkinn en hann var nokkuð trúverðugur í kosningabaráttunni (að mínu mati) og var nokkuð málefnanlegur.  Nú er hins vegar svo komið að alveg sama hvað er rætt þá eru alltaf verið að ráðast á Framsóknarflokkinn.  Sigmundur Davíð talar ekki um annað þessa daga og vikur en hvað allir eru nú vondir við Framsókn og hvað það misskilja hann allir.

Það er í raun hver framsóknarmaðurinn á fætur öðrum sem kemur í fjölmiðlum sem gerir eitthvað uppá bak (og talandi um það, hvar er nú Vigdís Hauks). Þegar það er svo gagnrýnt þá kemur formaðurinn og vælir um hvað allir eru nú vondir við framsókn og hvað pólitíkin hefur nú náð nýjum lægðum

Þessi umræða er sorgleg og mjög ómálefnanleg og því segi ég bless við X-B

Flokkar:Lífið, Pólitík

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: