Íslenska ánægjuvogin


Nýlega voru tilkynntir sigurvegarar í íslensku ánægjuvoginn en ánægjuvog þessi er í eigu Stjórnvísi og mælir ánægju hjá viðskiptavinum viðkomandi fyrirtækja. Ég varð smá hugsi yfir sigurvegaranum þetta árið en það er Costco eldsneyti sem fengu 81 stig af 100 mögulegum.

Árið 2022 hækkaði eldsneytisverð mikið og hefur aldrei verið dýrara. Þetta er tilkomið aðallega vegna stríðsins í Úkraínu og hækkaði verðið mikið fyrri part árs en stóð svo í stað seinni part. Líkt og svo oft áður hér á Íslandi þá helst bensínverð á Íslandi í hendur við hækkun á heimsmarkaði en þegar það lækkar á heimsmarkaði þá slitnar þetta handaband.

Þrátt fyrir þessa fordæmalausu hækkun á eldsneytisverði og þrátt fyrir þá staðreynd að eldsneytisfyrirtækin lækki ekki aftur í takt við lækkun á heimsmarkaðsverði að þá veljum við neytendur samt eldsneytisstöð sem “fyrirtæki ársins” í íslensku ánægjuvoginni. Við bara veljum þá eldsneytisstöð sem okrar minnst á okkur.

Við, íslenskir neytendur, erum að mínu mati afskaplega léleg í því að láta fyrirtæki finna ef við erum ekki ánægð með þau. Við kvörtum online (eins og ég er að gera) en höldum svo yfrileitt áfram að versla við viðkomandi fyrirtæki. Við höldum áfram að láta kveljara okkar kvelja okkur, við förum bara stundum til nýs aðila sem kvelur okkur aðeins minna. Nú munu margir segja að það sé ekki alltaf hægt að hætta að eiga viðskipti við fyrirtækin. Við búum jú á eyju, þurfum að keyra bílana okkar og þurfum því bensínið. Jú en við skulum þá að minnsta kosti ekki lýsa yfir ánægju okkar með fyrirtækið, bara af þvi að það kvelur okkur aðeins minna en hin fyrirtækin. Samkvæmt FÍB var álagning Coctco í desember síðastliðnum sú hæsta sem sést hefur frá upphafi rekstrar Coscto á Íslandi. Þessi háa álagning skilaði Costco efsta sætinu í Íslensku ánægjuvoginni.

Ofarlega á lista fyrirtækja þetta árið eru Krónan en það er í eigu Festi sem hagnaðist um 5 milljarða árið 2021. Það greiddi eigendum út 1,6 milljarða arð í febrúar 2022. Mér finnst hið besta mál að fyrirtæki hagnist og greiði út arð. En þrátt fyrir allt þetta þá hefur Krónan tekið jafnan þátt í verðhækkunum og þrátt fyrir verðhækkanir þá var það eitt af efstu fyrirtækjum á Íslensku ánægjuvoginni.

Annað fyrirtæki sem var ofarlega á lista var Sjóvá. Fyrirtæki sem hefur í gegnum árið reglulega hækkað iðgjöld en samt greitt út nokkra milljarða í arð. Fyrirtæki sem, eins og hin tryggingarfélögin, hefur verið mikið gagnrýnt af FÍB um há iðgjöld miðað við hvað gengur og gerist í nágrannalöndum okkar.

En við, íslenskir neytendur, erum svo ánægð með þessa viðskiptahætti að við veljum þessi fyrirtæki ítrekað sem þau fyrirtæki sem við erum ánægðust með.

Flokkar:Uncatagorized

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: