Líkt og undanfarin ár langar mig til að gera smá annál og rétt eins og síðustu ár þá er það fyrst og fremst mér til skemmtunar. Efast um að ég hafi stóran lesendahóp á bakvið mig :-). Eitthvað er ritstífla þó að hrjá mig og því ætla ég að hafa þetta að mestu í myndum þetta árið.
JANÚAR
Guðmundur byrjaði árið á að fá Covid ásamt Rakel, kærustu hans og skelltu þau sér í sóttkví í sumarbústað í fjölskyldu Rakelar. Hann náði þó heim fyrir afmælisdaginn sinn.
Fyrsti Covid í fjölskyldunni En náði heim úr sóttkví tímanlega fyrir afmælið Hjördís í heimsókn Matarboð til Helgu og Úlfars Pönkarar
FEBRÚAR
Lítið sem gerðist í febrúar enda fór hver fjölskyldumeðlimurinn á fætur öðrum í Covid „frí“. Sluppum öll nokkuð vel og Jónína slapp alfarið (í bili).
Skelltum okkur í pílu og smá djamm í borg óttans Sumir þreyttir á heimleiðinni.
MARS
15 ára afmæli prinsessunar 20 ára brúðkaupsafmæli Annað tatto hjá Guðmundi Sveitarferð Og gist á UMI hótel
APRÍL
Hjördís í heimsókn og þá er ís Skelltum okkur í frábærum félagsskap á hótel Keflavík Jónína og KIdda Og Guðmundur hélt áfram að spila Badminton Og Lena á fullum krafti líka Hjördís, Rakel og Svana í sumarbústað á Flúðum Rakel og Lena Svana, Guðmundur og Jónína Lena fékk að setjast undir stýri. Lena náði sér í bikar.
MAÍ
Hápunktur maí mánaðar var án efa ferðin til Róm með þeim Helgu, Úlfari, Jónínu Dögg og Friðrik. Geggjuð borg í frábærum félagsskap. Lena fór í keppnisferð til Danmerkur.
Vatikanið Vatikanið Götusýn Og auðvitað selfie við gosbrunninn Helga að photobomba Frábær félagsskapur Roman Forum Roman Forum Bestu frænkurnar Útilegulífið Vinnuferð til Berlín Berlín
JÚNÍ
Við fórum af krafti í það að enduruppgötva útilegulífið eftir nokkurra ára hvíld. Nýttum hjólhýsið allar helgar sem hægt var.
Það var við hæfi að aðal útileguvinirnir fóru í eina af fyrstu útilegunum. Paradís Paradís Jónína eflaust að segja eitthvað merkilegt Við Stykkishólm Við Helgafell Fjallganga Og svo má ekki missa af afmæli Hjördísar Þær mæðgur Hjördís og Svana
JÚLÍ
Héldum áfram með útilegulífið ásamt fleiri skemmtilegum uppákomum.
Lena Rut í útilegu í Reykholti Lena Rut Hjördís Birta og mamma hennar komu með. Hjördís Birta tilbúin fyrir landsleiki Gengum á Esjuna Svo vor hondan viðruð. Skelltum okkur í pilu með góðum vinum. Einbeitingin leynir sér ekki. Fjarðárglúfur Lena smá lofthrædd Fardagafoss Lena við Fardagafoss Hittum Hjördísi og mömmu hennar á Egilsstöðum Lena í sundi við Mývatn Lena og Hjördís í Ásbyrgi Mæðgurnar í Skógarböðum Selfie í Skógarböðum
ÁGÚST
Hjördís í Gleðigöngu Gengum á gosið eins og hálf þjóðin Gosið Menningarnótt í Reykjavík Í Miðhúsaskógi Brúarfoss
SEPTEMBER
Í September var farið erlendis með þeim Steingrími og Höllu og Sveini og Áslaugu. Var ferðinni heitið á gamalkunnar slóðir í Suður Frakklandi en það svæði er í miklu uppáhaldi hjá okkur Jónínu og vorum við að koma þarna í 3ja skiptið. Geggjuð ferð í frábærum félagsskap.
Í Menton Í Monaco Í Monaco EZE Sveinn hissa Útsýnið úr húsinu Steingrímur og Halla Sveinn og Áslaug Þessi fallega kona Stúlkurnar Strákarnir Eyjan Porquerolles – geggjuð Upp gilið meðfram Roya ánni HM hópurinn kynntur
OKTÓBER
Matarboð hjá Jónínu Dögg Selfie Lena og Stefán með gull Guðmundur á leið á HM Íslenski keppnishópurinn Briem og Gígja
NÓVEMBER
Nóvember vorum við furðu mikið á ferðinni. Byrjuðum mánuðinn á að fara í skemmtilega ferð á Vesturland þar sem við fórum í Hvammsvík, í hellaskoðun og gistum í tvær nætur á hótel Bifröst. Svo aftur farið í hótelferð og í þetta sinn á hótel Hellu með þeim Ómari og Kiddu.
Í Hvammsvík Í hellaskoðun Á hótel Bifröst Vinnuferð til London London London Mjög áhugasöm í einka vínsmökkun Fallegu hjón
DESEMBER
Desember var akkúrat eins og desember á að vera, vinir og fjölskylda.
Hjördís og Lena í Hellisgerði Það var allt skreytt Með vinum í bæjarferð Mikið étið og eitthvað drukkið Og snjórinn lét sjá sig. Hjördís og Geir Hjördís spennt fyrir pökkunum. Þær mæðgur Árlega jóla selfie myndin Glæsilegu börnin okkar. Hjördís fékk möndlugjöfina Lena Rut Kristó, Guðmundur og Rakel á jóladag hjá Ömmu Og við Lena Hjördís og Barbie Jónína og Kristó selfie Og á bakvið tjöldin Áramóta selfie Áramóta selfie Gleðilegt nýtt ár
Færðu inn athugasemd