2022 í myndum (og kannski smá máli)


Líkt og undanfarin ár langar mig til að gera smá annál og rétt eins og síðustu ár þá er það fyrst og fremst mér til skemmtunar. Efast um að ég hafi stóran lesendahóp á bakvið mig :-). Eitthvað er ritstífla þó að hrjá mig og því ætla ég að hafa þetta að mestu í myndum þetta árið.

JANÚAR

Guðmundur byrjaði árið á að fá Covid ásamt Rakel, kærustu hans og skelltu þau sér í sóttkví í sumarbústað í fjölskyldu Rakelar. Hann náði þó heim fyrir afmælisdaginn sinn.

FEBRÚAR

Lítið sem gerðist í febrúar enda fór hver fjölskyldumeðlimurinn á fætur öðrum í Covid „frí“. Sluppum öll nokkuð vel og Jónína slapp alfarið (í bili).

MARS

APRÍL

MAÍ

Hápunktur maí mánaðar var án efa ferðin til Róm með þeim Helgu, Úlfari, Jónínu Dögg og Friðrik. Geggjuð borg í frábærum félagsskap. Lena fór í keppnisferð til Danmerkur.

JÚNÍ

Við fórum af krafti í það að enduruppgötva útilegulífið eftir nokkurra ára hvíld. Nýttum hjólhýsið allar helgar sem hægt var.

JÚLÍ

Héldum áfram með útilegulífið ásamt fleiri skemmtilegum uppákomum.

ÁGÚST

SEPTEMBER

Í September var farið erlendis með þeim Steingrími og Höllu og Sveini og Áslaugu. Var ferðinni heitið á gamalkunnar slóðir í Suður Frakklandi en það svæði er í miklu uppáhaldi hjá okkur Jónínu og vorum við að koma þarna í 3ja skiptið. Geggjuð ferð í frábærum félagsskap.

OKTÓBER

NÓVEMBER

Nóvember vorum við furðu mikið á ferðinni. Byrjuðum mánuðinn á að fara í skemmtilega ferð á Vesturland þar sem við fórum í Hvammsvík, í hellaskoðun og gistum í tvær nætur á hótel Bifröst. Svo aftur farið í hótelferð og í þetta sinn á hótel Hellu með þeim Ómari og Kiddu.

DESEMBER

Desember var akkúrat eins og desember á að vera, vinir og fjölskylda.

Flokkar:Ferðalög, Fjölskyldan, Lífið, Uncatagorized

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: