Lífsgæði


Í hverju felast lífsgæði??  Er það að eiga jeppa, fellihýsi, einbýlishús og jafnvel sumarbústað.  Ertu ekki búin að ná árangri fyrr en þú ert komin með þetta allt.  Nægir ekki að eiga blokkaríbúð og fólksbíl?

Verður maður ekki ánægður fyrr en þetta er komið?  Hvar spila svo börnin og fjölskyldan inní þetta.  Erum við ekki farin að forgangsraða vitlaust þegar við eyðum miklum tíma frá fjölskyldu bara til þess að geta fengið okkur 300 fm einbýlishús í stað 100 fermetra.  Að mínu mati gefa börnin okkar okkur mestu ánægjuna, það er sjaldan sem ég er ánægðari en þegar börnin mín brosa til mín innilega og faðma mig.  Aðeins stærri íbúð eða flottari bíll vekja ekki sömu tilfínningar í brjósti mínu eins og svipurinn á börnunum þegar þau eru innilega ánægð.

Ef við viljum virkilega gera heiminn betri þá held ég að við verðum að forgangsraða rétt, setjum fjölskylduna í fyrsta sæti og vinnum samkvæmt því.  Auðvitað verðum við eignast peninga til að geta sett mat á borðin en ég tel að það skipti ekki höfuðmáli hvort að þetta borð sé í 250 fm einbýlishúsi eða 120 fm blokkaríbúð.

Kannski þegar við gerum þetta rétt þá getum við lagt nægan þrýsting á ráðamenn þannig að þeir fari að sjá að það sé virkilega fjölskyldan sem skipti okkur, þegnana, mestu máli og fengið þá þannig til að forgangsraða rétt.

geir (5) b

Flokkar:Fjölskyldan, LífiðEfnisorð:, , , ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: