Stjórnun


Hver er besta stjórnunin og hvernig verður maður góður stjórnandi?  Hver er munurinn á góðum stjórnanda og góðum leiðtoga.

Ég hef starfað með mörgum misgóðum stjórnendum og hef sjálfur verið misgóður stjórnandi.  En hvernig getur einn og sami maðurinn verið misgóður stjórnandi.  Tímasetning og umhverfi skiptir gífurlegu máli tel ég.  Einu sinni var ég með yfirmann sem hafði allt sem góður stjórnandi þarf að hafa, hann hafði framsýn, drifkraft, gaf sínu starfsfólki tækifæri, sýndi skilning og skilaði toppárangri fyrir fyrirtækið.  Á 2 ára tímabili snarbreyttist hann og varð slæmur stjórnandi sem var ekki að skila árangri.  Hvað gerðist?  Það er erfitt að segja nákvæmlega en á þessum tima voru gífurlegar breytingar á fyrirtækinu ásamt því að hann sjálfur fékk nýja yfirmenn sem voru þarna greinilega ekki að ná því besta úr sínum undirmanni.  Ég held að stjórnendur sjálfir hafi gífurleg áhrif á frammistöðu sinna undirmanna með aðhaldi, upplýsingagjöf og endurgjöf.  Stjórnendur rétt eins og aðrir starfsmenn þurfa að vita hvar þeir standa, hvernig þeir eru að standa sig og hvað má fara betur.

Það sem einkennir góðan stjórnanda að mínu mati er

  • Skilningur á fólki
  • Skipulagshæfileikar
  • Talnaglöggur
  • Framsýni

Það sem einkennir góðan leiðtoga að mínu mati er:

  • Framsýni
  • Hæfileiki til að virkja fólk með sér
  • Að geta sett sig í spor annarra
  • Að fela öðrum ábyrgð og gera það þannig að starfsmaðurinn hafi það á tilfinningunni að hann sé sá eini sem get innt þetta verkefni af hendi.
  • Hreinskilni

Af þessu má greina að það er heilmikill munur á stjórnanda og leiðtoga.  En getur stjórnandi lært að verða leiðtogi.   Ég tel að ef að viðkomandi sjái hvað honum vanti uppá til að fara úr stjórnanda yfir í leiðtoga þá sé stærsta og erfiðasta hjallanum náð.  Þá þarf bara að ákveða hvernig hann þjálfi upp hina eiginleikana.  Hins vegar er ekki hægt að gera það bara til að verða leiðtogi.  Einlægnin verður að vera til staðar.

Flokkar:StjórnunEfnisorð:, ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: