Ég óska börnunum mínum hamingju í lífinu.
Ég vona að það sem þau taka sér fyrir hendur veiti þeim hamingju.
Ég vona að þau verði jafn heppin með sín börn og ég hef verið með mín börn.
Ég vona að þau skilji mikilvægi menntunar betur en ég gerði.
Ég vona að þau vinni við það sem veitir þeim hamingju.
Ég vona að þau verði góðar manneskjur með umhyggju fyrir náunga sínum.
Ég vona að þau komi vel fram við alla.
Ég vona að þau verði “fjárhagslega sjáfstæð”
Ég vona að þau verði ákveðin en ekki frek.
Ég vona að þau geti verið stolt af þeim ákvörðunum sem þau taka.
Ég vona að þau stjórni sér sjálf en láti ekki stjórna sér.
Ég vona að þau verði traustir og góðir vinir.
Ég vona að þau verði góðir vinir hvors annars.
Ég vona að ég lifi nógu lengi til að sjá þetta allt gerast
Færðu inn athugasemd