Snjómokstur í Hafnarfirði


Ég fór í heilsubótargöngu í morgun, ætlaði að taka góðan 4 – 5 km hring og var búinn að hugsa hringinn útfrá því sem ég taldi að væri nú líklega mokaðir stígar. Ég var fljótur að komast að þvi að ég þurfti að breyta gönguplönunum og stundum jafnvel vegna þess að stígurinn var bara hálfmokaður, þ.e byrjað á honum og svo farið í kaffi eða eitthvað.

Nú veit ég ekki hvort þetta er svona illa unnið alls staðar í Hafnarfirði en svona var þetta allavegana í nágrenni við mig sem er Hvammarnir – Kinnar – Hringbraut.

Við kirkjugarðinn er ansi illa mokað. Stígurinn sem liggur frá garðinum og að Kaldárselsvegi er alls ekkert mokaður nema jú, sá sem mokaði veginn passaði að moka uppá stíginn líka.

Frá kirkjugarði að Kaldárselsvegi

Ég klöngraðist þarna yfir með von um að göngustígurinn hinum megin væri mokaður. Þar komst ég að því að svo var ekki en hins vegar hafði götusnjómokarinn verið jafnduglegur hinum megin að moka uppá stíginn.

Séð í átt að brúnni og Sörlatorgi

Þarna gekk ég á veginum í átt að Öldutorgi og gekk þaðan eftir mokuðum göngustíg í átt að læknum. Þar komst ég að því að göngustígurinn var mokaður á undan bílastæðinu og því hafði verið mokað yfir göngustíginn.

Mokað yfir göngustíginn við kirkjugarðinn

Svo gekk ég áfram í átt að læknum. Þar hafði starfsmaðurinn ákveðið að skilja eftir snjóskafla á miðjum stígnum og byrja svo aftur fyrir aftan og svo hætti hann mokstri þar fljótlega líka. Skil að vísu ekki alveg hvernig hann fór að þessu?

Hálfmokuð leið

Þar sem að þessi leið var ófær var snúið við og gengið framhjá Öldutúnsskóla eftir Öldugötu. Þar voru stígarnir líklega mokaðir amk sums staðar á undan götunni og því erfitt að komast af stíg yfir götuna.

Erfitt að komast af stíg og yfir götuna.

Víða annar staðar var lítil hugsun í mokstrinum, annað hvort mokaður hálfur stígurinn, þ.e hálf leið eða ekkert hugsað um að moka að gangbraut.

Við Hringbraut – hætt á miðri leið
Gangbraut við Kaþólsku kirkjuna á Jófríðarstaðavegi
Mokað að götunni þarna megin en ekki hinum megin. Þar var svo um 40 metra ómokaður kafli á milli tveggja mokaðra stíga.
Ekki mokað við fyrri gangbrautina á Hvammabraut
Og ekki við þá seinni heldur

Það eru nokkrar spurningar sem vakna þegar maður rekst á svona vinnubrögð

  1. Mætti ekki moka alltaf götuna fyrst og svo strax á eftir göngustíga?
  2. Ættu það ekki að vera vinnureglur að moka göngustíga alveg að gangbrautum?
  3. Af hverju að moka bara hálfa leið?
  4. Þarf ekki að leggja áherslu á það við snjómoksturfólk að þetta sé í raun þjónustustarf sem þau vinna við?
Flokkar:Útivist, Lífið, Stjórnun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: