Gististaðir sumarið 2020


Mikið hefur verið rætt um ferðaþjónustu undanfarna daga og eru þar mjög skiptar skoðanir. Þar eru margir með sleggjudóma um okur í ferðþjónustu og að lausnin fyrir ferðaþjónustuna sé einfaldlega að lækka verðin til að höfða til innlendra ferðamanna. Þar sem að ég starfa í hótelbransanum þá þykir mér þetta áhugaverð og auðvitað alröng umræða. Það má sjá á skýrslum KPMG undanfarin ár að rekstrarhagnaður í hótel og gististöðum síðustu ár er lítill og t.d. var hann að meðaltali yfir allt landið 8% fyrir árið 2018 sem hefur verið talið eitt besta árið í ferðaþjónustu.

Ég ákvað því að setja upp smá dæmi. Til þess að halda athygli lesandans þá þarf ég að einfalda þetta aðeins en held að ég sé ekki að skekkja dæmið neitt þrátt fyrir það. Fyrst þurfum við að gefa okkur nokkrar forsendur.

Forsendur

  1. Hótelið í dæminu er 40 herbergja hótel.
  2. Nýtingin á síðasta ári var 68% sem er akkúrat meðalnýting á landinu.
  3. Fjöldi ferðamanna í fyrra voru 2 milljónir.
  4. Fjöldi ferðamanna þetta sumarið verður að hámarki 266.315 (allir fullorðnir Íslendingar).
  5. Þessi ferðamenn skiptast jafnt á milli gististaða og þeir gerðu í sumar, enda eru takmarkaðir peningar til til þess að leggja í þá miklu fjárfestingu sem þarf til að ná inn aukinni markaðshlutdeild. Auk þess mun samkeppnin um þessar hræður líklega verða mjög mikil.
  6. Af þessu leiðir að gististaðurinn getur aldrei náð meira en 9,05 nýtingu. Það er af því að fjöldi ferðamanna núna verður að hámarki 13% af þeim sem komu í fyrra. Algjört hámark og þá verða allir hjólhýsaeigendur að leggja sínum hjólhýsum og hver og einn verður að gista jafnmargar gistinætur á gististöðum eins og erlendu ferðamennirnir gerðu í fyrra að meðaltali.

Til að finna út hver fasti kostnaðurinn á þessu hóteli er þá miðum við við það að meðalverðið hjá þeim hafi verið 25.000 kr í fyrra. Nokkuð lægra yfir vetrarmánuðina en þó nokkuð hærra yfir sumarmánuðina. Þetta gefur okkur þennan rekstrarreikning.

Þarna skulum við líka gefa okkur að eini fasti kostnaðurinn sé húsnæðiskostnaður og afskriftir. Einnig ætlum við að gefa okkur að þetta hótel hafi sagt upp öllum nema tveim starfsmönnum. Það verði einn í herbergisþrifum og morgunmat og annar í móttöku og öðrum verkefnum. Tvö stöðugildi sem þýðir að þetta hótel er auðvitað ekki með veitingastað, bar eða 24 tíma móttöku.

Þetta er því áætlun viðkomandi hótels fyrir sumarið 2020 útfrá þessum forsendum hér að ofan. Þetta eru tölur pr mánuð.

Rekstrarreikningur pr mánuð – sumarið 2020

Viðkomandi hótel vill auðvitað helst fá sama hagnað og á árinu á undan, þ.e. 8%. Þá þarf hótelið að selja herbergið á 94.000 kr miðað við væntanlega 9% nýtingu. Hins vegar er markaðurinn að kalla eftir mun lægri verðum því að þeim hefur þótt þessi 8% hagnaður óttalegt okur. Markaðurinn virðist vera að kalla eftir verðum sem eru á bilinu 8.000 – 15.000 kr. Miðað við væntanlega nýtingu þýðir það 353% – 729% tap. Ef hótelstjóranum tekst hins vegar að auka nýtinguna með því að hafa þessi verð þá þarf hann að ná 83% nýtingu ef hann verðleggur hótelið á 15.000 kr en þá myndi launakostnaðurinn rjúka upp í það sem er meðaltal fyrir landið og þannig með 83% nýtingu endar hann nálægt núlli. Ef hann hins vegar verðleggur það á 8.000 kr og nær 100% nýtingu þá verður hann samt í um 22% tapi. Tapið pr. mánuð er því á bilinu 135 þús og uppí 6,2 milljónir. Miðað við 9% nýtingu og þessi verð þá yrði tapið meira að hafa hótelið í rekstri heldur en að hafa það lokað og borga fulla leigu.

Svo ef viðkomandi ætlaði sér að hafa hótelið opið í heilt ár á þessum forsendum þá er uppsafnað tap á bilinu 1,6 milljónir og uppí 75 milljónir.

Rekstrarreikningur uppsafnað í 12 mánuði

Vill ítreka að þetta er skáldað dæmi byggt á meðaltalstölum úr skýrslu KPMG yfir rekstur hótela og gististaða. Sum hótel í raunveruleikanum væru því í betri stöðu en önnur í verri. Þá er líka rétt að benda á þá staðreynd að þetta er meðaltal fyrir landið allt en þar draga hótel á höfuðborgarsvæðinu meðaltalið upp. Ef við myndum notast við meðaltal fyrir alla aðra landshluta þá væri staðan mun verri eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Flokkar:Ferðamál, Pólitík, Stjórnun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: