Göngu – og hjólastígar í Hafnarfirði


Það sem af er sumri hef ég hjólað og gengið nokkuð um göngustíga Hafnarfjarðar ásamt því að hjóla um göngustíga í Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík. Ég get því ekki orða bundist yfir ástandi á göngustígunum hér í bæjarfélaginu en ég leyfi mér að fullyrða að ástandið er mun, mun verra en í fyrrnefndum sveitarfélögum.

Í fyrsta lagi ber að nefna að fyrrnefnd sveitarfélög standa sig mun betur í að gera sér hjólastíga eða að merkja pláss á göngustígum fyrir hjól. Þetta er ansi lítið gert í Hafnarfirði nema þá helst eftir strandarstígnum. Víða annars staðar er einfaldlega sett upp skilti sem sýnir að stígurinn er bæði ætlaður göngu og reiðhjólafólki.

Í öðru lagi og það sem er tilefni þessa pistils, er ástand göngustíga í Hafnarfirði en það er mjög slæmt víða og beinlínis hættulegt. Víða eru komin göt í malbikið, steinar standa þar uppúr og kantar göngustíga eru farnir að síga. Fyrir reiðhjólafólk er þetta beinlínis stórhættulegt enda sést þetta stundum ekki fyrr en komið er að og þá er það jafnvel of seint.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig ástandið er víða en þessar myndir eru teknar í Áslandi og í Hvömmunum, í öllum þessum tilvikum er ástandið svona á stígum sem eru í brekku og er því hættan enn meiri þegar reiðhjólafólk er á meiri hraða.

Ég hvet bæjaryfirvöld til að kippa þessu í lag hið snarasta á þessum stöðum og víðar og koma í veg fyrir slys.

Flokkar:Útivist, Fjölskyldan, Lífið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: