Mér datt í hug að skrifa hér smá annál ársins 2015, fyrst og fremst fyrir sjálfan mig og mitt síhrakandi minni. Með þessu móti get ég þó lesið þetta yfir sjálfur eftir nokkur ár og þá kannski rifjast þetta upp.
Í janúar skelltum við okkur í sumarbústað á Flúðum með Steingrími, Höllu, Svenna og Áslaugu. Þar var mikið hlegið, mikið étið og nokkuð (mikið) drukkið. Eitthvað var lítið tekið af myndum og geri ég ráð fyrir að það hafi verið vegna tímaskorts enda of mikið verið að skemmta sér til að hafa tíma fyrir svoleiðis viteysu. Ég smellti þó mynd af Jónínu á leiðinni í sumarbústaðinn, mjög skemmtilegur ferðafélagi sem ákvað að nota tímann til að læra á leiðinni.
Fjárfestum við einnig í Suzuki Swift enda unglingurinn fljótlega að fara að fá bílpróf og við vorum ekkert sérstaklega spennt fyrir því að lána honum Volvo bílinn (um 300 hestöfl)
- Skemmtilegi ferðafélaginn
- Gamla laugin á Flúðum
- Gamla laugin á Flúðum
- Suzuki Swift 4×4
Guðmundur Adam hélt uppá afmælið sitt með tveimur bekkjarfélögum sínum og var slegið upp allsherjar partý í félagsheimili í bænum. Þar var gífurlegt fjör eins og sjá má á video hér að neðan.
Í febrúar var stærsti viðburðurinn afmæli Kristófers en hann varð 17 ára. Honum gekk vel í skriflega prófinu, var nokkuð stressaður fyrir það en „rústaði“ því eins og hann setti sjálfur inná Snapchat. Hann var að vinna í Smárabíó þann 26. febrúar til miðnættis og var því búið að gera ráðstafanir að fara með bílinn til hans þannig að hann gæti farið beint á rúntinn á miðnætti 27. febrúar. Því er skemmst frá að segja að hann er búinn að vera á rúntinum síðan og hefur keyrt bílinn rúma 25.000 km. Laglínan „frelsið er yndislegt….“ á vel við.
Í mars átti prinsessan á heimilinu afmæli og var auðvitað haldið uppá það með afmælisveislu heima. Hún, líkt og Kristófer, völdu að fara á Roadhouse að borða í tilefni dagsins.
Í apríl fór fram árleg páskaeggjaleit en við höfum haft það fyrir sið í nokkur ár að búa til ratleik á heimilinu og verður það sífellt flóknara að gera það passlega krefjandi. Ég fór í vinnuferð til Genf, Basil og Frankfurt.
í lok mánaðarins var svo matarboð hjá Svenna og Áslaugu með þeim Steingrími og Höllu. Líkt og áður þá var það mikil skemmtun og ævintýri fyrir bragðlaukana. Flestar af þeim myndum sem þar voru teknar voru ritskoðaðar og komust því ekki í þennan annál. Ég var að hugsa um að setja inn myndirnar sem ég tók af Sveini en líklega betra að eiga þær óbirtar og geta notað þær gegn honum síðar.
- Lena að leita að sínu eggi
- Guðmundur búinn að finna sitt og fann nauðynleg áhöld til að opna það.
- Girnilegir réttir hjá Sveini og Áslaugu
- Girnilegir réttir hjá Sveini og Áslaugu
- Eina myndin sem stóðst ritskoðun (áfengistékk)
- Genf
- Genf
- Genf
- Þessi hlýtur að hafa verið á borðinu hjá e-h öðrum enda vinnuferð.
- Frankfurt
- Frankfurt
Í maí var ég aftur á ferðinni og í þetta skiptið til Stokkhólms, Oslo og Kaupmannahafnar. Guðmundur Adam byrjaði að æfa Badminton og er þar enn ásamt handboltanum. Ómar, Kidda og fjölskylda komu með okkur í sushi gerð sem tókst bara nokkuð vel til og smakkaðist vel. Allir smökkuðu eitthvað en voru mishrifin. Við skelltum okkur á bílasýningum og mátaði Guðmundur sig við nokkra bíla sem hann ætlar sér að kaupa fljótlega eftir 17 ára afmælið skildist mér. Guðmundur dró svo mömmu sína með sér í veltubílinn.
Jónína hélt starfsmannapartý en þar voru allar myndir ritskoðaðar og fá því ekki að njóta sín hérna.
Við Guðmundur skelltum okkur svo á hjóladag Huyndai og tókum þar þátt í okkar fyrstu hjólreiðakeppni. Um miðjan mánuðinn þegar sólin fór að skína skelltum við okkur svo í smá gönguferð með Ídu og Hjálmari og þar fengu Krummi og Ronja auðvitað að njóta sín ásamt börnunum. Munur þegar sólin fer að hlýja almennilega. Í lok mánaðarins komu svo Friðrik, Jónína, Helga og Úlfar í matarboð en rétt eins og áður þá stóðust flestar myndirnar ekki ritskoðun.
- Osló
- Osló
- Kaupmannahöfn
- Andra og Sæta í Sushi
- Ómar í sushi gerð
- Afraksturinn
- Tekur sig vel út
- Og í þessum
- Jónína og Guðmundur í veltubílnum
- Guðmundur að koma í mark
- Í fyrsta göngutúr sumarsins
- Voðaleg gleði er þetta.
Sumarið var mjög skemmtilegt. í byrjun sumars var tekin sú skyndiákvörðun að selja Volvo sem var mjög skemmtilegur bíll að keyra, svona rétt á milli þess sem hann bilaði. Fjárfest var í Renault Megane og var frábært að geta farið inní sumarið áhyggjulaus yfir því að bílinn myndi bila. Það var því ekið áhyggjulaus og ferðast. í júní var farið í hestaleikhúsið Fákasel sem er hin ágætasta skemmtun. Fórum í dagsferð í Hvalfjörð ásamt Hjálmari og co og Ómari og co. Þá var farið í dagsferð á Snæfellsnes með Hjálmari, Ídu og fjölskyldu. Það var gífurlega skemmtileg ferð enda félagsskapur og veður frábært. Hápunkturinn að mínu mati var hellaferðin í Vatnshelli en það er must að skoða að mínu mati.
Einnig skelltum við okkur í dagsferð með Ómari, Kiddu og fjölskyldu til Vestmannaeyja. Það var mjög skemmtileg ferð þar sem skoðað var meðal annars Eldheima.
Ekki má gleyma 40 ára afmæli Unnar um miðjan mánuðinn en loksins er hún komin í hóp okkar þroskaða fólks. Auðvitað var svo farið á 17. júní en þar var hápunkturinn skrýmslið sem var á gangi á Strandgötunni sem Sæþór tók auðvitað með sér heim til nánari skoðunar.
- Renault Megane
- Hvalfjörður
- Fákasel
- Fákasel
- #Unnur40
- #Unnur40
- 17 júní skrýmslið
- Vatnshellir
- Vatnshellir
- Vatnshellir
- Strandarlíf
- Snæfellsnes
- Vestmannaeyjar
- Vestmannaeyjar
- Vestmannaeyjar
Í júlí var farið í sumarbústaðaferð í Miðhúsaskóg þar sem við feðgarnir skelltum okkur í snjósleðaferð og river rafting. Fengum Jón Ragnar í heimsókn, Ída og Hjálmar komu einnig í heimsókn og skelltum við okkur meðal annars á Flúðir þar sem börnin nutu sín í kaldri ánni.
Einnig var farið í ættar útilegu með ættinni hjá Jónínu en farið er í svona útilegu á tveggja ára fresti og í þetta sinn var farið á tjaldsvæðið á Selfossi.
Þá hélt ég áfram að hjóla en ég keypti mér nýtt hjól fyrr í sumar og var það óspart notað.
- Sushi í sumarbústaðnum
- Snjósleðaferð
- Snjósleðaferð
- Ticket to ride
- Á Flúðum
- Á Selfossi
- Á Selfossi
- Systkinin á Selfossi
- Kári Björn
- Úr reiðhjólatúr
- Úr reiðhjólatúr
- Hjálmar með „pepsi“
Margt fleira var gert til gamans um sumarið og má þar nefna hjólreiðatúr í Nauthólsvík, menningarnótt og sýning Sirkus Íslands sem við skelltum okkur á með Ingibjörgu og Árna, þar stal trúðurinn símanum mínum og tók á hann þessa fínu selfie. Það var hin besta skemmtun og mælum við eindregið með henni. Þá var farið í minigolf í Grafarvogi, grillveisla í Guðmunduralundi, meira sushi með Kiddu og Ómari, kíkt í heimsókn í sumarbústað til Ingibjargar og Árna, farið í afmælisveislu til Gabríels sem var á landinu ásamt mömmu sinni og systur.
- Hjólaferð í Nauthólsvík
- Hjólaferð í Nauthólsvík
- Hjólaferð í Nauthólsvík
- Sirkus Íslands
- Sirkus Íslands
- Minigolf í Grafarvogi
- Grillað í Guðmunduralundi
- Sushi
- Sumarbústaður
- Sumarbústaður
- Skotæfing
- Afmælisveisla Gabríels
Haustið skall á líkt og fyrri ár en okkur tókst þó að halda áfram að fara í hjólatúra. Jónína átti 39 ára afmæli, síðasta árið sem „thirty something“. Guðmundur fór á sitt fyrsta badminton mót og stóð sig vel. Lena fór á handboltamót.
Einn af hápunktum ársins var án efa ferð til Budapest með saumaklúbbnum hjá Jónínu og mökum. Líkt og áður þá sá snillingurinn hún Svana systir um börnin á meðan við skemmtum okkur. Siggi og Signý, Óskar og Unnur, Kidda og Ómar og svo auðvitað Ída og Hjálmar. Þessi ferð var afskaplega skemmtileg enda frábær borg og enn betri félagsskapur. Búdapest er líklega ein af topp þremur borgum af þeim borgum sem ég hef heimsótt og eru París og Barcelona þar á topp þremur með Budapest. Frábær matur, ódýrt verðlag og gífurlega falleg borg. Er á lista yfir borgir sem þarf að heimsækja betur.
- Hjólatúr til Reykjavíkur
- Badminton mót hjá Guðmundi
- Gaflaraleikhúsið
- Twister í Krókamýri
- Lena og Katrín á handboltamóti
- Hittum Jón Jónsson í Hagkaup
- Búdapest
- Búdapest
- Búdapest
- Búdapest
- Búdapest
- Búdapest
- Búdapest
- Búdapest
- Búdapest
- Búdapest
- Búdapest
- Búdapest
Í nóvember var svo haldið áfram að vinna á háaloftinu en Facebook var svo fallegt að minna mig á að það voru tvö ár síðan ég hófst handa við að breyta því í TV herbergi. Það var því settur aukinn kraftur í að klára það sem tókst svo í desember. Í nóvember fórum við feðgar líka á rjúpnaveiðar en sú veiðiferð var ekki gjöful. Þá komu Svenni, Áslaug, Steingrímur, Halla og fjölskyldur í sushi gerð sem smakkaðist vel.
Desember skall svo á af fullum krafti með öllu sem tilheyrir. Við fjölskyldan voru á meðal þeirra örfáu sem skelltu sér á Baggalútstónleika sem voru frábærir eins og áður. Við fengum gamla og sérstaklega góða granna í heimsókn. Siggi og Gunnhildur voru á landinu og því var notað tækifærið og slegið í matarboð ásamt Brynju og Danna. Það var líkt og áður hrikalega gaman.
Egill og fjölskylda voru á landinu og komu í heimsókn. Alltaf gaman að hitta þau en það gerist alltof sjaldan.
Svo voru auðvitað fastir liðir eins og jóladagsboð hjá Mömmu og Pabba en þar var tilkynnt um fjölgun í fjölskyldunni en Ólöf og Sævar eiga von á barni í júlí. Þar sem að árið 2015 einkennist af góðum félagsskap og góðum vinum þá var vel við hæfi að ljúka árinu með Ómari, Kiddu og þeirra fjölskyldu.
- Á rjúpu
- Á rjúpu
- Bogfimi
- Baggalútur
- Baggalútur
- Gamlir grannar
- Góðir vinir
- Aðfangadagur
- Sæt systkin
- 2. í jólum
- Gamlársdagskvöld
- Gamlársdagskvöld
2 comments ›