Reykjavík loves Hafnarfjörður?


Nú nýlega skrifaði Haraldur bæjarstjóri undir samstarfssamning við Reykjavík um samstarf sveitarfélaganna á vettvangi markaðsmála í ferðaþjónustu. Þetta er svo sem ekki alveg nýtt þar sem að Hafnarfjörður hefur verið hluti af Visit Reykjavík í mörg ár og greitt fyrir það. Það samstarf hefur skilað Hafnarfirði hlutfallslegri fækkun ferðamanna til bæjarins á meðan Reykjavík hefur notið mikillar fjölgunar (skv síðustu könnun sem var gerð)

Nýlega byrjaði Reykjavík að notast við „Reykjavík loves“ og er það að mínu mati mjög vel heppnað vörumerki fyrir Reykjavík. Ég hef hins vegar ekki getað séð að það myndi henta Hafnarfirði að vera hluti af því samstarfi og er ég enn á þeirri skoðun. Þessi samstarfssamningur gerir hins vegar ráð fyrir því að núna muni Hafnarfjarðarbær og ferðaþjónustufyrirtæki í Hafnarfirði markaðssetja sig sem hluta af Reykjavík. Það má því ætla að Íshestar kynni sig sem fyrirtæki í Reykjavík amk á erlendum markaði og að Hótel Hafnarfjörður verði í Reykjavík (þegar það kynnir sig erlendis) og auðvitað Víkingaþorpið einnig.

Einnig finnst mér þetta undarlegt með það í huga að nýlega var stofnuð Markaðsstofa Hafnarfjarðar en eitt af verkefnum þeirrar stofu átti að vera ferðamál í Hafnarfirði. Á Markaðsstofa Hafnarfjarðar núna að sjá um að kynna öll ferðaþjónustufyrirtæki í Hafnarfirði og viðburði undir merkingu „Reykjavík loves“?  Það er mikil áhersla á að markaðssetning til erlendra ferðamanna sé sönn og rétt, að verið sé að selja þeim rétta vöru. Telja stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar að ferðamenn verði ánægðir í Hafnarfirði þegar þeir telja sig vera að fara til Reykjavíkur?

Ég skil vel sjónarmið Reykjavíkur.  Þeirra hagur er meðal annars þessi

  • Reykjavík tryggir áframhaldandi samstarf sem gefur þeim nokkrar milljónir árlega frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.
  • Reykjavík dregur aðeins úr ákveðinni samkeppni og stýra sjálf áherslunum í markaðssmálum í ferðaþjónustu.
  • Reykjavík tryggir aukinn sýnileika síns vörumerkis „Reykjavík loves“.

Sumir telja að Hafnarfjörður geti ekki markaðssett sig sem áfangastað, að erlendir ferðamenn muni aldrei muna nafn Hafnarfjarðar. Þetta eru samt áfangastaðir víða um land að gera og víða um heim. Sem dæmi má nefna Akureyri sem er að standa sig nokkuð vel og þar hefur umhverfið gjörbreyst eftir að Akureyrastofa var stofnuð með auknu framlagi Akureyrarbæjar. Lykilatriðið er þó það að stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar verða að leggja miklu meira í þennan málaflokk en þeir hafa gert hingað til. Ferðaþjónustan er ekki bara eitthvað sem gott er að tala um á tyllidögum heldur alvöru atvinnugrein sem þarf alvöru framlag og skuldbindingu frá bænum og stjórnendum.

Nýleg frétt í morgunblaðinu undir yfirskriftinni „220 er hið nýja 101“ sýnir okkur meðal annars að við höfum tækifærin. Ég tel að Hafnarfjörður eigi að vera óhrædd við að markaðssetja sína styrkleika og sína sérstöðu undir nafni Hafnarfjarðar. Það verður hins vegar að fara af stað vinna í að gera alvöru ferðamálastefnu og svo þarf að vera samhugur hjá stjórnendum bæjarins að vinna eftir þeirri stefnu. Þannig náum við árangri.

Ég er ekki að segja að það sé auðvelt að markaðssetja áfangastað, alls ekki. Það þarf að leggja til fjármuni til að sinna þessum málaflokk en ekki bara að hoppa á lestina hjá Reykjavík og vona að það skili okkur auknum fjölda ferðamanna. Undanfarin ár sýna okkur að það hefur ekki verið þannig.

Verum óhrædd við að kalla okkur það sem við erum og fáum þá til okkar ferðamenn sem vilja í raun heimsækja okkur.  #220hfj.

 

Flokkar:Ferðamál, Ferðamál í Hafnarfirði, Markaðsmál, Pólitík

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: