Aukning heimagistingar


Eins og margir vita þá hafa fjölgað gífurlega aðilum sem leigja út íbúðir eða herbergi til erlendra ferðamanna. Þessi gerð gistingar er oft kölluð að vera hluti af deilihagkerfinu. Þetta hefur verið mikið gagnrýnt ekki síst vegna þess hve stór hluti þessara aðila virðast vera leyfislausir og eru því ekki að greiða gistináttaskatt og jafnvel ekki heldur virðisaukaskatt. Þá eru þessir aðilar að greiða minni fasteignaskatt heldur en fyrirtæki, þ.e. aðrir gististaðir.

Nú stendur til að breyta lögum um gististaði þar sem að heimagisting verður gerð skráningarskyld auk þess sem eingöngu er leyfilegt að leigja út íbúðir til erlendra ferðamanna í mesta lagi 90 daga á ári. Þetta gerir það að verkum að þeir sem vilja stunda þennan rekstur meira en 90 daga á ári þá þurfa þeir einfaldlega að ganga í gegnum sama ferli og aðrir gististaðir og að fá leyfi hjá þartilbærum yfirvöldum fyrir sínum rekstri.

Nú er verið að gagnrýna þessa lagabreytingum sem er þó eingöngu til þess fallin að ýta undir að koma þessum aðilum uppá yfirborðið og einnig til að jafna samkeppnisstöðu þannig að allir þeir sem ætli sér að stunda gistirekstur geri það á sömu forsendum.

Þetta er þó gagnrýnt af aðilum sem stunda heimagistingu og hafa meðal annars birst fréttir um það á Rúv.is sem hægt er að lesa hérna. Þar eru helstu rök þeirra að fjölgun hótela og gistirýma hafi ekki fylgt fjölgun ferðamanna og því hafi fjölgun í heimagistingu eingöngu verið til að anna eftirspurn.  En standast þær fullyrðingar rök?  Við skulum skoða nokkrar tölur.  Hér að neðan má sjá nýtingu hótela frá 2011.

Gistitölur

Hér í töflunni er talan grænlituð ef nýtingin er að aukast á milli ára en rauðlituð ef hún er að minnka á milli ára. Ef við rýnum aðeins í þessar tölur þá má sjá að árið 2012 var eina árið þar sem var aukning í nýtingu alla mánuðina. Í fréttinni sem ég minnist á hér að ofan kemur fram að airbnb íbúðum hafi fjölgað um 130% á tæpu ári. Ef við berum saman nýtingu á hótelum þá er minnkun í apríl en einnig hafa nýtingartölur í júní, júlí og ágúst ekki verið lægri síðan 2011.

Einnig má sjá að nýtingartölurnar eru ekki yfir 90% nema þá kannski helst í júlí 2012, 2013 og 2014 og svo í ágúst 2012 og 2014. Annars er þetta alltaf á bilinu 32% – 90% nýting.  Og ef við snúum þessu við þá eru sem sagt laus hótelherbergi sem samsvarar á bilinu 10% – 68% af heildarmarkaðnum.  Oftast er það á bilinu 20 – 30% af hótelmarkaðnum sem er ekki verið að nýta. Einnig má benda á það að miðað við þessar tölur og ef við gefum okkur að það séu ekki nægjanlegt gistirými yfir sumartímann þá ætti heimagistingu að nægja að mega leigja út íbúðir sínar í 60 daga á ári til að mæta þessari auknu eftirspurn.

Ég leyfi mér því að fullyrða að það er ekki vegna skorts á hótelrými sem heimagistingu hefur fjölgað og það um 130% á síðasta ári. Það er nauðsynlegt að koma böndum á þetta, láta alla sem vilja stunda rekstur sitja við sama borð og að allir greiði þau gjöld sem vera ber.

 

Flokkar:Ferðamál, Pólitík

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: