Okur eða slök blaðamennska?


Ferðaþjónustan á Íslandi er oft þessa dagana úthrópuð sem okrarar í fjölmiðlum. Nýjasta dæmið er þessi frétt á vísir.is sem gengur svo langt að kalla ferðaþjónustuna fjárkúgara.

Við skulum nú gera það sem að „blaðamaðurinn“ ætti að hafa gert og rýna aðeins í þetta. Þessir ferðamenn greiða samtals 87.800 kr fyrir 6-8 klst prívat tour á jeppa.  Ferðaþjónustuaðilinn þarf að greiða þeim aðila sem þau bóka ferðina hjá þóknun. Þessi þóknun er líklega um 20% sem er ca 18.000 kr.  Þessi ferðaþjónustuaðili þarf frá síðustu áramótum að innheimta vsk og er það hluti af þessari upphæð. VSK er 11% sem er þá ca 10.000 kr.  Eftir standa um 59.000 kr.  Þá er komið að kostnaði við ferðina sjálfa.  Hann þarf að taka olíu á bílinn.  Skv google maps er þessi hringur 282 km og miðað við eyðslu uppá 15 lítra á hundrað km þá kostar olían um 8.000 kr.  Eftir standa þá um 50.000 kr.  Gestirnir fóru ofaní Secret Lagoon þar sem miðinn kostar 2.800 kr á mann.  Eftir stendur því ca 45.000 kr.  Það kemur nú ekki fram í þessari frétt en sum jeppafyrirtæki eru svo með einhverjar veitingar í svona ferðum. Gerum ráð fyrir að það hafi kostað 5.000 kr og þá standa eftir 40.000 kr.

VÁÁ 40.000 kr fyrir 8 klst vinnu gætu sumir nú sagt. Rýnum aðeins í það. Þú stofnar fyrirtæki og gefum okkur að þú viljir fá ca 500.000 kr í laun á mánuði. Gefum okkur líka að þú viljir vinna ca 5 daga í viku. Til þess greiða þér 500.000 kr í laun á mánuði þá þarf fyrirtæki að bæta ofaná það launatengdum gjöldum svo sem tryggingargjaldi, viðbótarlífeyrissparnaði og þess háttar.  Það eru ca 20% og því kostar það fyrirtækið næstum 600.000 kr að greiða þér 500.000 kr.  5 dagar í viku er því ca 23 dagar í mánuði. 600.000 kr deilt með 23 er því 27.000 kr í tekjur á dag. Námundum það bara við 25.000 kr.  Af þessari ferð standa því eftir 15.000 kr fyrir fyrirtækið þegar búið er að greiða beinan kostnað við ferðina og laun.

Fyrir þennan 15.000 kr þarf fyrirtækið að fjárfesta í jeppa sem kostar á bilinu 4 – 8 milljónir líklega. Fyrirtækið þarf að útbúa vefsíðu, hýsa þá vefsíðu, prenta bækling, dreifa þeim bækling, borga endurskoðanda, fara á sölusýningar til að ná í fleiri viðskiptavini. Fyrirtækið þarf að leigja húsnæði, greiða tryggingar af bílnum  og fleira og fleira.

Fyrirtækið fær sem sagt 15.000 kr fyrir þennan túr í hagnað.  Ríkið fær 10.000 kr í beinan vsk af ferðinni, svo á eftir að telja bensíngjöldin, bifreiðaskattinn, vsk af sundferðinni, veitingunum og öðru sem tilfellur í ferðinni. Er þetta græðgi?  Og hvor er þá með græðgina, er það fyrirtækið eða ríkið en þessir aðilar eru líklega að hagnast jafnmikið á þessari ferð.

Svo má að lokum nefna það að ég hef farið í gondólaferð í Feneyjum þar sem að 30 mínútur kostuðu um 12.000 kr, eytt degi í skemmtigarði þar sem að aðgangurinn kostaði 30.000 kr, farið í hestavagnaferð þar sem að 30 mínutur kostuðu 8.000 kr og svona mætti lengi telja. Ég vissi hvað þetta kostaði áður en ég fór og ekki datt mér í huga að kvarta eftirá. Ekki dettur mér í hug að fjölmiðlar í viðkomandi löndum hefðu fengist til að birta viðtal við mig þar sem að ég væri að kvarta undan að þett væri dýrt.

Eigum við ekki að færa þetta á aðeins hærra plan og hætta að smella á svona fréttir og hætta að deila þeim.

Flokkar:Ferðamál, Lífið, Markaðsmál

3 comments

  1. Þessir bílar eiða meira en 15 á hundraði

  2. Fyrst þú vilt færa þetta uppá hærra plan skaltu þá líka hafa með í dæminu þí að þetta var eingin prívat jeppatúr sem þau keyptu þó svo að þau hafi endað tvö í ferðinni. Ef þú pantar flug með Icelandair til London og endar á svo ótrúlegan hátt einn í vélinni er það ekki orðin einkaþotan þín.

  3. Svo er annað og það er að hægt er að fá ferð á þessa staði fyrir um 1/4 af þessari upphæð með því að fara í rútu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: