Enn tapar Hafnarfjörður markaðshlutdeild.


Nú nýlega var kynnt samantekt sem Rannsóknir og ráðgjöf gerði fyrir menningar – og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar. Samantektin segir frá fjölda erlendra ferðamanna í Hafnarfirði sumarið 2014 og þróunina frá 2005.

Árið 2009 skrifaði ég grein sem ég kallaði „Ferðamannabærinn Hafnarfjörður“ og hófst greinin svona:
„Um 96% erlendra ferðamanna, sem koma til Íslands koma til Hafnarfjarðar. 20% þeirra stoppa í Hafnarfirði, hinir keyra bara í gegn á leið sinni til og frá Leifsstöð. Ef við fáum um 10% af þeim til viðbótar, til að stoppa í bænum þá höfum við aukið fjölda ferðamanna um næstum 50 %. „
En því miður þá er þróunin sú að hlutfall ferðamanna til Hafnarfjarðar hefur minnkað úr 19% árið 2005 í 15% árið 2014. Vissulega hefur ferðamönnum fjölgað mikið vegna fjölgunar almennt til Íslands en markaðshlutdeild bæjarfélagsins er að minnka mikið. Það getur ekki verið ásættanleg niðurstaða?

Í fyrrnefndri grein var ég að leggja til, eins og hafði verið gert áður, að stofnuð yrði markaðsstofa Hafnarfjarðar eða Hafnarfjarðarstofa. Þessi markaðsstofa myndi hafa það að meginmarkmiði að kynna og markaðssetja Hafnarfjörð til ferðamanna. Nú rúmlega 5 árum síðar hefur ekkert gerst í þessum málum og niðurstaðan, jú við höldum áfram að missa markaðshlutdeild.

Skoðum aðeins tölurnar í samantekt sem Rannsóknir og ráðgjöf gerði nýlega fyrir menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar

Gistinætur - Hfh

Hér að ofan má sjá að meðalfjöldi gistinátta hefur staðið í stað frá 2011 en hafði lækkað úr 3,6 árið 2008 og 3,3 árið 2005. Til samanburðar er meðalfjöldi gistinátta 4,53 í Reykjavík og nágrenni sumarið 2014.

Hlutfall næturgesta
Hlutfall næturgesta hefur minnkað snarlega á þessum árum eða um 50% frá 2008.

hlutfall ferðamann
Þá hefur hlutfall ferðamanna minnkað úr 19% árið 2005 í 15% árið 2014.

Nú verður að grípa inní og tryggja það að bætt verði úr og fjöldi ferðamann til Hafnarfjarðar aukist í takt við aukningu á landsvísu, það hlýtur að vera lágmarkskrafa. Það að markaðshlutdeild minnki er mjög varasöm þróun sérstaklega þegar kemur að þeim tíma að fjölgun ferðamanna til landsins minnki, þá verður skellur bæjarins þeim mun meiri. Við megum því engan tíma missa.

Stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar verða að gera sér grein fyrir sinni ábyrgð í málinu. Staðið hefur verið illa að markaðssetningu enda má sjá það í þessari sömu samantekt að 61% ferðamanna til Íslands höfðu ekki heyrt um Hafnarfjörð. Þar má einnig sjá að af þeim sem höfðu aflað upplýsinga um Hafnarfjörð höfðu flestir gert það í handbókum.

Þetta er í miklu ósamræmi við þá sem afla sér upplýsinga um Ísland þar sem 80% gera það í gegnum netið og er netið farið að spila stóra rullu í markaðssetninu áfangastaða. Það að 61% ferðamanna til Íslands hafi ekki heyrt um Hafnarfjörð er líklega vegna lélegrar markaðssetningar Hafnarfjarðar á netinu. Hafnarfjörður er ekki sýnilegur að neinu ráði á samfélagsmiðlum og kemur illa út á leitarvélum þegar leitað er að lykilorðum tengt ferðaþjónustu í Hafnarfirði.

Á Facebook má finna marga áfangastaði þegar leitað er að „visit“ og svo nafni áfangastaðarins. Þar má nefna

  • Visit Reykjavík
  • Visit Akureyri
  • Visit Westfjords
  • Visit Vík
  • Visit North Iceland
  • Visit Skagafjörður
  • Visit Reykjanes
  • Visit Stykkishólmur
  • Visit Akranes
  • Visit Mývatn

Og marga fleiri. Þar er hins vegar ekki hægt að finna Visit Hafnarfjörður

Á twitter má einnig finna marga áfangastaði sem eru að kynna það sem er í boði þar en þar má ekki heldur finna Visit Hafnarfjörður
Sömu sögu er að segja um aðra samfélagsmiðla svo sem Youtube, Pinterest, Reddit og fleiri.

Það má því berlega sjá af þessari samantekt að vissulega er ferðamönnum að fjölga til Hafnarfjarðar en þegar við berum okkur saman við höfuðborgarsvæðið eða Ísland sem heild þá erum við að standa okkur verr bæði í fjölda gistinátta, fjölda ferðamanna og það sem er mikilvægast að þá erum við að standa okkur verr í því að ná til ferðamannanna þegar þeir eru að undirbúa Íslandsferðina.

Flokkar:Ferðamál, Ferðamál í Hafnarfirði, Markaðsmál

1 athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: