Náttúrupassinn – stórt eða lítið mál?


Frumvarp iðnaðarráðherra um náttúrupassann er nú til umfjöllunar á Alþingi. Frumvarpið á að bæta álögum ofan á Íslendinga og erlenda ferðamenn til að tryggja fjármagn til viðhalds og uppbyggingar ferðamannastaða. Frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni enda er það að mínu mati meingallað. Ég ætla mér hins vegar ekki að telja upp gallana á því hérna heldur langar mig að rýna í hvort þetta sé í raun og veru svona stórt mál fyrir ríkissjóð.

Enginn efast um mikilvægi þess að tryggja fé til viðhalds og uppbyggingar ferðamannastaða. Í 4 gr. frumvarpsins segir „Allir ferðamannastaðir í eigu eða umsjón opinberra aðila eiga sjálfkrafa aðild að náttúrupassa„. Svo geta ferðamannastaðir í eigu annarra sótt um aðild að náttúrupassa. Sem sagt í grunninn er verið að auka skattbyrði á Íslendinga og erlenda ferðamenn til að tryggja viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón hins opinbera. En af hverju? Eru ekki þegar miklar tekjur af ferðamönnum sem tryggja þetta?

Svarið við þessu er einfalt. Jú það eru nefnilega miklar skatttekjur nú þegar. Ferðaþjónustan er orðin mikilvægasta atvinnugrein landsins og stærsta útflutningsgreinin. Erlendir ferðamenn skila tugmilljörðum í beinar skatttekjur í formi virðisaukaskatts á ári hverju og fer það bara vaxandi. Um næstu áramót falla niður undanþágur á virðisaukaskatti sem sum ferðaþjónustufyrirtæki hafa haft en einnig hækkaði virðisaukaskattur á mörg önnur ferðaþjónustufyrirtæki um síðustu áramót. Þessar hækkanir á virðisaukaskatti borga erlendir ferðamenn. Það er því nú þegar verið að hækka álögur á erlenda ferðamenn. Það er búist við að skatttekjur á hvern ferðamann aukist um 4.000 – 5.000 kr við þessar breytingar. Miðað við milljón ferðamanna eru það 4 – 5 milljarðar króna sem fara beint í ríkissjóð.

En hvað er þá vandamálið? Er þetta svona há upphæð sem þarf í þetta verkefni að við verðum einfaldlega að bæta enn meiri álögum á Íslendinga og erlenda ferðamenn? Það er lauslega áætlað að það þurfi um 1 milljarð árlega í verkefnið og búast má við að sú tala fari minnkandi eftir því sem okkur gengur betur að sinna viðhaldi. Þessu viðhaldi hefur ekki verið sinnt vel á undanförnum árum og því hærri upphæð sem þarf fyrst um sinn.

1 MILLJARÐUR. Hér að ofan kom fram að nýjar skatttekjur eru 4 – 5 milljarðar og það er fyrir utan alla hina tugmilljarðana sem koma í beinar skatttekjur frá erlendum ferðamönnum.

Rýnum aðeins í fjárlög 2015 og skoðum í hvað er verið að setja sambærilegar upphæðir.Athugið að í þessum tölum hér að neðan er bara tekið útgjöld ríkissjóðs vegna viðkomandi málaflokks. Margir þessa málaflokka kosta mun meira en afla tekna á móti. Með þessari upptalningu er ég heldur ekki að leggja mat á að þessir málaflokkar séu eitthvað óþarfir, alls ekki.

útgjöld

 

*upphæð í milljónum króna

Þessi listi vekur enn frekar upp þá spurningu af hverju náttúra Íslands fær ekki sömu meðferð hjá iðnaðarráðherrra og ríkisstjórn og þessir málaflokkar hér að ofan. Þess ber að geta að þessi listi er langt í frá að vera tæmandi.

Af hverju fær Þjóðleikhúsið úthlutað 799 milljónum af fjárlögum en ekki náttúra Íslands? Af hverju fá ferjur og sérleyfishafar styrki að upphæð næstum 1,5 milljarðar króna en ekki náttúra Íslands? Af hverju fá almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu styrki að upphæð 896 milljónir en ekki náttúra Íslands? Af hverju fær Menntaskólinn í Kópavogi 987 milljónir en ekki náttúra Íslands?

Ég hvet alþingismenn til að segja NEI við náttúrupassanum og tryggja það að náttúra Íslands fái þá upphæð sem þörf er á af fjárlögum og hlúa þannig að því að mikilvægasta atvinnugrein landsins geti haldið áfram að skila miklum tekjum til landsins og ríkissjóðs.

Flokkar:Ferðamál, Pólitík

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: