Launahækkun stjórnarmanna


Nú hafa stjórnarmenn í ýmsum fyrirtækjum fengið ríflega launahækkun og ber hæst í umræðunni að stjórnarmenn HB Granda hafi fengið um 33% og stjórnarmenn VÍS hafi fengið 75% launahækkun.

Nú er það ekki þannig að fyrirtækin séu stjórnlausar einingar heldur eru það menn og konur sem ákveða þessar launahækkanir. Menn og konur sem virðast ekki vera í neinum tengslum við raunveruleikann á Íslandi í dag.  Menn og konur sem virðast einfaldlega vera alveg sama um það hvernig starfsmenn fyrirtækjanna sem þeir stjórna hafi það.

Mér þykir vanta í umræðuna hver þessi menn og konur eru. Fjölmiðlar eiga að veita ákveðið aðhald og því finnst mér að fjölmiðlar eigi að gefa upp hverjir þessir stjórnarmenn og konur eru. En ekki bara hver þau eru, því að í flestum tilfellum eru þessir aðilar ekki að taka ákvarðanirnar sjálf heldur eru það eigendur viðkomandi fyrirtækja. Það þarf því líka að koma fram hverjir eru hluthafar fyrirtækjanna, hverjir það eru sem eiga fyrirtækin og ákveða þannig að kasta þessari blautu tusku framan í starfsfólkið sem í langflestum tilfellum skapar verðmætin í fyrirtækinu. Hér að neðan rýni ég aðeins í hverjir eru stjórnarmenn og eigendur þeirra fjögurra fyrirtækja sem hækkuðu laun stjórnamanna mest skv frétt Kjarnans 

HB Grandi – 33% hækkun

Stjórnarmenn:

  • Kristján Loftsson – Eigandi Hvals hf
  • Halldór Teitsson –
  • Hanna Ásgeirsdóttir
  • Rannveig Rist – forstjóri Rio Tinto Alcan
  • Þórður Sverrisson

Stærstu eigendur:

hb grandi

Svo eru önnur fyrirtæki, fjárfestingarsjóðir og lífeyrissjóðir sem eiga minna.  Mér þykir það þó áhugavert að lífeyrissjóðir eiga rétt tæp 30% í HB Granda

VÍS – 75% hækkun

Stjórnarmenn:

  • Guðrún Þorgeirsdóttir – Frkvstjóri fjármálasviðs Skeljungs
  • Ásta Dís Óladóttir – Frkvstjóri T-30 slf
  • Steinar Þór Guðgeirsson – Hæstaréttarlögmaður hjá Íslög ehf
  • Helga Jónsdóttir
  • Bjarny Brynjólfsson – Frkvstjóri Ursus Martimus Investors ehf

Stærstu eigendur:

vís

Svo eru önnur fyrirtæki, fjárfestingarsjóðir og lífeyrissjóðir sem eiga minna.  Mér þykir það þó áhugavert að lífeyrissjóðir eiga rétt rúm 42% í VÍS

Sjóvá – 10% hækkun

Stjórnarmenn

  • Erna Gísladóttir – Forstjóri BL ehf.
  • Tómas Kristjánsson – Eigandi Siglu ehf
  • Heimir V. Haraldsson
  • Hjördís E. Harðardóttir – Hæstaréttalögmaður á Megin lögmannsstofu.
  • Ingi Jóhann Guðmundsson – Frkv.stjóri Gjögurs hf

Stærstu eigendur:

sjova

Svo eru önnur fyrirtæki, fjárfestingarsjóðir og lífeyrissjóðir sem eiga minna.  Mér þykir það þó áhugavert að lífeyrissjóðir eiga rétt tæp 40% í Sjóvá

Eimskip – 10% hækkun

Stjórnarmenn

  • Richard Winston Mark d´Abo
  • Víglundur Þorsteinsson
  • Helga Melkorka Óttarsdóttir – Lögmaður hjá Logos
  • Hrund Rudolfsdóttir – forstjóri Veritas Capital
  • Lárus L. Blöndal – Hæstaréttarlögmaður hjá Juris

Stærstu eigendur (skv ársskýrslu 2014)

eimskip

Svo eru önnur fyrirtæki, fjárfestingarsjóðir og lífeyrissjóðir sem eiga minna.  Mér þykir það þó áhugavert að lífeyrissjóðir eiga rétt um 36% í Eimskipum.

Hér að ofan má sjá að Lífeyrissjóðir eru mjög áberandi í eignahaldi þessara félaga og þá sérstaklega þessir þrír.

Lífeyrissjóður Verslunarmanna

  • Guðmundur Þ. Þórhallsson framkvæmdarstjóri
  • Ásta Rut Jónasdóttir stjórnarformaður (Skipuð af VR, starfar hjá Actavis)

Gildi – Lífeyrissjóður

  • Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Harpa Ólafsdóttir stjórnarformaður (starfar sem forstöðumaður Kjaramálasviðs Eflingar)

Lífeyrissjóður Starfsmanna Ríkisins A- deild

  • Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri
  • Árni Stefán Jónsson stjórnarformaður (skipaður af stjórn BSRB)

Þessir aðilar og aðrir þurfa að átta sig á því að núna er tími til að hækka þá lægstlaunuðu. Þau hin sem eru með hærri laun þurfa einfaldlega að sætta sig við það að fá mun minni launahækkun svo að þetta sé gerlegt.

Svo eru það auðvitað algjört hneyksli að lífeyrissjóðir skuli standa svona á bakvið þessi fyrirtæki að miklu leyti. Hverjir eru svo í stjórn lífeyrissjóða. Jú það eru starfsmenn og stjórnendur verkalýðsfélaga eins og kemur fram hér að ofan.

 

 

 

 

 

 

Flokkar:Lífið, Stjórnun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: