Líkt og í fyrra þá settist ég niður og skrifaði niður það helsta sem á daga okkar dreif og langar mig að endurtaka leikinn. Þessi pistill ætti þó ekki að verða jafnlangur og fyrir 2015 sem lesa má hérna.
Janúar
Árið byrjaði rólega en þó óvenjumikill hasar í 12 ára afmælinu hjá Guðmundi Adam. Ákveðið var að bjóða strákunum í bekknum í lasertag og þar var aldeilis hamagangur og fjör. Spilað var fótboltaspil, pool og svo borðaðar pizzur í lokin.
- Fótboltaspili
- Lasertag undirbúið
- Lasertag
- Pizzuveisla í lokin
Í lok janúar buðu konurnar í saumaklúbbnum hjá Jónínu okkur mökunum svo í smá óvissuferð. Það var byrjað á því að fara í Bjórgarðinn og gæða sér á góðum mat og bjór (að sjálfsögðu). Því næst fóru þær með okkur í Reykjavík Escape og læstu okkur þar inní herbergi. Við höfðum þar 60 mínútur til að leysa ýmsar vísbendingar og þrautir og koma okkur út. Það að sjálfsögðu tókst enda við Ómar, Hjálmar og Óskar miklir snillingar. Því næst var svo farið heim til Ídu og Hjálmars þar sem við fengum þau verkefni að útbúa koktaila og fengum til þess ýmis hráefni. Ómar stóð þar uppi sem sigurvegari en þau úrslit voru svo auðvitað kærð til yfirkoktailnefndar.
- Kidda og Unnur
- Beðið eftir að leikar hefjast.
- Já bara snillingar
- Koktail „meistarinn“
Febrúar
Fyrstu helgina í febrúar skelltum við okkur í sumarbústað með þeim Sveini, Áslaugu, Steingrími og Höllu. Líkt og ætið þegar við hittum þetta sómafólk þá var mikið hlegið og mikið skemmt sér. Eitthvað örlítið drukkið og borðað líka. Að þessu sinni var farið í fínan sumarbústað (einbýlishús) í Svignaskarði.
- Auðvitað selfie
- Drukkið „smá“
- Girnilegur matur a la Sveinn
- Og svo auðvitað alvöru morgunmatur
Guðmundur Adam tók þátt í badminton móti og vann þar sitt fyrsta gull á árinu ásamt silfri en hann og Stebbi vinur hans eru ansi sterkir saman í tvíliðaleik.
Ég fór í stutta vinnuferð til London ásamt Jakob hótelstjóra á hótel Örk. Þar fórum við að kynna okkur það nýjasta í tækni og tólum fyrir hótel og veitingastaði.
- London
- Framsetning á morgunmat
- Jakob að nota nuddaðstöðun
- Girnilegur borgari
Mars
Í tilefni afmælis Lenu og Kristófers þá skelltum við okkur á Fabrikkuna í byrjun mars. Kristó varð 18 ára í lok febrúar og Lena varð 9 ára í byrjun mars.
- Kristófer og Lena
Lena Rut hélt svo uppá afmælið sitt fyrir bekkinn í Suðurbæjarlaug en það er alltaf skemmtilegt og mikið fjör.
Maí
Í maí var farið í fermingu á Egilsstöðum hjá Sævari og svo í útskriftarveislu hjá Björvini Konráð. Þá var matarboð hjá Steingrími og Höllu.
Júní
Í byrjun júní skelltum við okkur á „Í hjarta Hróa hattar“ sem er afskaplega skemmtileg leiksýning. Þar fór Salka Sól á kostum með tónlistina og varð Lena Rut mjög hrifin og var diskurinn í stanslausri spilun næstu vikur á eftir. Svo í lok sýningar fékk hún auðvitað mynd með dömunni.
- Salka og Lena
Júní mánuður fór svo að miklu leyti í stutta hjólatúra og svo auðvitað í fótboltann eins og hjá öðrum Íslendingum.
- Í hjólatúr
- Í hjólatúr
- Í hjólatúr
Júlí
Hápunktur ársins var án efa ferð fjölskyldunnnar til Kanada og USA. Byrjað var á að fara í húsaskipti í ca 10 daga í Montreal. Þar var borgin skoðuð og er Montreal mjög þægileg og róleg borg. Farið var í skemmtigarð, slappað af á ströndinni, olympíuþorpið skoðað og margt fleira. Húsið sem við vorum í var mjög fínt, passlega stórt og með litla sundlaug í garðinum sem vakti mikla hrifningu.
Því næst var farið í smá roadtrip og ekið frá Montreal niður til Buffalo og Niagara falls skoðaðir. Á leiðinni þangað stoppuðum við í Cornwall í Kanada og skoðuðum fangelsi þar. Einnig var stoppað í þjóðgarðinum Tousand Islands á landamærum Kanada og USA. Í Buffalo hittum við Írisi, Steina og Emilíu Fönn. Þetta var örugglega einn af hápunktum ferðarinnar og þá sérstaklega að komast í mikið návígi við fossinn sem var hreint og beint geggjað.
Svo var tekið smá road trip frá Buffalo áleiðis til Albany. Þar var ekið gegnum alvöru bandaríska smábæi og svo var farið í smá gönguferð inn fallegt gil í þjóðgarðinum Finger Lakes
Þaðan var svo ekið til New York þar sem við leigðum íbúð í New Jersey. Næstu dagar fóru svo í það að skoða Manhattan. Þar var að sjálfsögðu skoðað allt það helsta í borginni svo sem Central Park, Intrepid safnið, frelsisstyttan, Brooklyn bridge, Ground zero, Flatrion bygginguna, Grand central og Times square.
- Parc Olympique
- Cornwall fangelsið
- Thousand islands þjóðgarðurinn
- Við Niagara falls
- Cave of the winds – Geggjað
- Cave of the winds
- small town usa
- Í Finger lakes þjóðgarðinum
- Í Finger Lakes þjóðgarðinum
- Diner – New Jersay
- Í siglingu að frelsisstyttunni.
- Frelsisstyttan
- Times square
- New York finest
- Brooklyn brúin
- Útsýnið úr One World
- Flatirion byggingin.
- Slökkviliðið við WalMart
- Þjóðlegur brunahani.
- Og auðvitað mynd af hermanni líka.
- Bræðurnir að mynda.
- Á Bubba Gump.
Ágúst
Í ágúst var farið í afmæli til Gabríels sem var haldið í sumarbústað afa hans og ömmu við Elliðavatn. Þar var byrjað að plana sumarfrí næsta sumars en stefnan er tekin á suður Frakkland með Agli og fjölskyldu.
Svo fórum við í matarboð til Steingríms og Höllu þar sem við spiluðum Kubb í kvöldsólinni. Keppt var fullorðnir á móti börnum.
Ída og Skúli héldu uppá afmælin sín og útskriftir sem var mjög gaman eins og alltaf þegar þessi hópur hittist.
Í lok mánaðarins var svo afmælisveisla hjá Jónínu Dögg og svo skírðu Ólöf og Sævar frumburðinn sinn sem fæddist 10. júlí. Hann fékk nafnið Hlynur Már.
Kristófer eyddi stærstum part sumarsins við að skapa sér tekjur í gegnum Iceland by drone en þar er hann að bjóða fyrirtækjum og einstaklingum uppá að taka myndir af fyrirtækjum eða sumarbústöðum með dróna sem hann fjárfesti í. Það gekk mjög vel og má sjá hluta af hans verkefnum á http://www.icelandbydrone.is
- Í kubb í Kópavoginum
- Í kubb í Kópavoginum
- Afmæli hjá Ídu og Skúla
- Óskar og Ómar að ræða eitthvað mikilvægt
- Ólöf og Hlynur
- Hlynur og foreldrar ásamt presti og skírnarvottum.
September
Jónína átti svo 40 ára afmæli í september og að ósk afmælis“barnsins“ var það lágstemmt. Við buðum henni út að borða á Mathús Garðabæjar og fór svo öll fjölskyldan saman í Reykjavík Escape sem var meiriháttar gaman.
Í lok mánaðarins var svo haldið uppá 50 ára brúðkaupsafmæli mömmu og pabba en þau buðu okkur út að borða á Grillmarkaðinn. Í tilefni brúðkaupsafmælisins fórum við systkinin í myndatöku og gáfum gamla settinu óvænt myndir af afkomendum og mökum.
- Rústuðum þessu
- Ljósmyndarinn að stilla upp
- Einstaklega vel heppnuð
- í 50 ára brúðkaupsafmælinu
- Afmælisbörnin
- Mamma að skoða gjöfina
- Allur hópurinn
Október
Í byrjun október sótti ég Jónínu án hennar vitneskju í hádeginu einn dag. Tilefnið var óvissuferð sem ég var búinn að skipuleggja í tilefni 40 ára afmælis hennar. við byrjuðum á að stoppa við í Fontana á Laugarvatni og skelltum okkur ofani og í gufu. Því næst var ekið í sumarbústað á Flúðum þar sem að var slappað af, étíð sushi og drukkið hvítvín. Daginn eftir komu svo óvæntir gestir en ég hafði boðið Jónínu Dögg, Friðrik, Helgu Dögg og Úlfari að koma og skemmta afmælisbarninum með mér. Það tókst ótrúlega vel þar sem að Jónínu grunaði ekkert. Kvöldinu var eytt í að borða góða mat, drekka (slatta) og spila. Eins og sjá má á myndunum var mjög gaman.
Steingrímur, Halla, Sveinn og Áslaugu komu í matarboð til okkar í október. Af einhverjum ástæðum var bara tekin ein mynd það kvöld og er hún ekki birtingarhæf þar sem að Halla er að káfa á Steingrími :-).
- Það var hlegið……
- … og hlegið
- …og hlegið
Desember
Í desember byrjun fór Guðmundur í smá aðgerð á tánni þar sem var verið að fjarlægja brjósk sem var að vaxa útúr beininu. Hann var algjör nagli og kveinkaði sér ekkert en tók bara myndir á meðan nöglin var rifin af og skorið í tánna, svo voru saumuð 12 spor til að festa allt saman aftur. Hann fékk því frí frá íþróttaiðkun í desember mánuði.
Jólahlaðborðin urðu tvö þessi jólin. Það fyrra var farið með Steingrími, Höllu, Svein og Áslaugu á Fosshótel Stykkilshólmi. Hrikalega gaman og líklega eitt besta jólahlaðborð sem ég hef farið á. Það síðara var svo í Perlunni með stórfjölskyldunni.
Þegar prófum var lokið hjá Kristófer þá varð hann fyrir því óhappi að keyrt var á bílinn hans. Það leystist þó ágætlega á endanum þar sem að tjónið var það mikið að tryggingarfélagið ákvað að kaupa af honum bílinn en hann hafði ætlað sér að setja hann á sölu hvort eð er á næstu dögum. Það varð svo úr að hann keypti bílinn af mömmu sinni og við keyptum okkur annan bíl fyrir mig að nota í vinnunni. Þar sem að við keyptum hann á milli jóla og nýárs þá fengum við risa skot tertu í kaupbæti. Ekki leiðinlegt.
Jólin og áramótin voru svo auðvitað frábær. Foreldrar mínir og Svana eyddu með okkur aðfangadagskvöldi, á jóladag var svo matarboð hjá mömmu og pabba, á annan í jólum var svo fastur hittingur með Ídu og Hjálmari og að þessu sinni fundum við smá snjó til að renna okkur í áður og buðum við Unni og Óskari með. Foreldrar Jónínu voru svo hjá okkur á gamlárskvöld.
- Táin fyrir aðgerð
- Stórmyndarlegir menn
- Enn myndarlegri konur
- Bíllinn hans Kristófers
- Jólahlaðborð í Perlunni
- Glæsilegri ungir menn
- Selfie með mömmu
- Selfie með konunni
- Jónína og Svana
- Glæsilegar mæðgur
- „nýi“ bílinn
- Skottertan góða
- Selfie með konunni
- Selfie með Lenu
- Rándýr áramótaselfie
Þá er þessari samantekt lokið. Hún varð mun lengri en hún átti að verða og ólíklegt að einhver sé ennþá að lesa :-). Vonandi verður 2017 gott og heillavænlegt ár fyrir alla.
1 athugasemd ›