Líkt og í fyrra og hittifyrra þá skrifa ég hérna smá annál ársins í máli og myndum. Aðaltilgangur þessara skrifa er að rifja upp fyrir sjálfum mér líðandi ár.
Janúar
Líkt og oft áður þá er sumarbústaðaferð með 8×4 hópnum einn af fyrstu viðburðum nýs árs og er oftast farið á Apavatn líkt og núna. 8×4 hópurinn er saumaklúbburinn hjá Jónínu og makar en við höfum verið vinahópur frá aldamótum cirka og brallað ýmislegt saman. Elstu krakkarnir voru í kringum 2-4 ára þegar við byrjuðum að kynnast og eru núna á bilinu 20 – 22 ára. Sumarbústaðaferð á Apavatn með þessum hóp er alltaf skemmtileg og engin breyting varð á núna. Farið er í göngutúra, leiki, borðaður góður matur og drukknir nokkrir bjórar og vínglös.
Guðmundur hélt uppá afmælið sitt og bauð krökkunum í þetta skiptið heim þar sem farið var í leiki og dansað. Svo fórum við út að borða á Osushi í tilefni dagsins.
Í lok mánaðarins fórum við í matarboð til Sveins og Áslaugar með Steingrími og Höllu. Þar voru ýmsar kræsingar a la Sveinn og Áslaug og yfirleitt er örlítið drukkið með.
- Í einum af örfáum göngutúrum ársins
- Foreldrarnir að bíða eftir leikriti krakkanna
- Krakkarnir í heita pottinum
- Lena Rut
- Gómsæt steik a la Sveinn og Áslaug
- Steingrímur, Halla og Jónína
- Ég, Sveinn og Áslaug
- Á Osushi
Febrúar
Í febrúar fór ég í stutta vinnuferð til London þar sem ég fór á vinnustofu með Íslandsstofu. Þar var ferðaskrifstofum boðið að heimsækja okkur og kynna sér á einum stað það sem Ísland hefur uppá að bjóða.
Mikið var að gera í íþróttum barnanna líkt og aðra mánuði en bæði Lena og Guðmundur eru að æfa badminton og handbolta. Guðmundur vann gull í tvíliðaleik á Unglingameistaramóti Þórs í Þorlákshöfn og tók svo líka silfur í b flokki á sama móti.
Kristófer átti svo 19 ára afmæli þann 27. febrúar.
- London
- London Tower Bridge
- Tower of London
- Guðmundur með silfur.
- Guðmundur og Lena
- Gull í tvíliða með Jón Sverri
- Matarboð hjá Helgu og Úlfari
Mars
Mars mánuður byrjaði á því að Jónína fór í vinnuferð til Denver á ráðstefnu. Lena Rut átti að venju afmæli þann 5. mars og var nú ekki alveg sátt með hvernig afmælisdeginum var eytt en það var á badminton móti með Guðmundi. Það var þó sárabót að Guðmundur vann silfur í b flokki. Lena fékk svo auðvitað sínar veislur síðar þar sem að hún hélt uppá bekkjarafmæli og síðar uppá fjölskylduafmæli.
Um miðjan mánuðinn fór svo húsmóðurin í „húsmæðraorlof“ að heimsækja vinkonu á Reyðarfirði.
- Lena Rut 10 ára
- Guðmundur með silfur
- Bekkjarfélagar Lenu í afmælinu hennar
- Afmæliskakan
- Afmælisbarnið
- Fjölskylduafmælið.
Apríl
Í byrjun mánaðar fóru Jónína og krakkarnir austur á Egilsstaði og notaði ég þá tækifærið og byrjaði á endurbótum á baðherberginu niðri. Braut niður einn vegg með góðri hjálp Ómars.
Í apríl var svo fermingin hjá Silju og svo fylgdi páskafríið fast á eftir. Guðmundur tók að sér afleysingar í blaðburði fyrir vin sinn Stefán og hafði það þau áhrif að nú er hann farinn að bera út í fullu starfi. Pabbi hans „fær“ svo að fylgja með á morgnana og hjálpa honum.
Í lok mánaðarins var svo skundað á Ísafjörð á handboltamót hjá Guðmundi þar sem að við foreldrarnir og Lena Rut létum fara vel um okkur á hótel Ísafirði. Frábært mót og skemmtilegur hópur. Síðar kom það svo í ljós að þetta var síðasta mótið hjá Ella þjálfara hjá Haukum en það voru sorgarfréttir því hann hefur þjálfað bæði Guðmund og Kristófer og er án vafa einn besti þjálfari Hauka í yngri flokkunum.
- Guðmundur fyrirliði í einum leiknum
- Elli þjálfari að lesa yfir leikmönnum
- Liðið
- Allur hópurinn
- Fyrir breytingu
- Eftir breytingu
- Silja með systir sinni, frændum og frænkum.
- Lena fann páskaeggið sitt
- Guðmundur fann páskaeggið sitt
Maí
Maí var svaka skemmtilegur og nóg að gera. Byrjuðum að fara á handboltamót með Lenu á Selfossi. Ég og Guðmundur vorum þó fínir með okkur og gistum á hótel Örk en Lena og mamma hennar gistu í skólastofu með liðinu hennar Lenu. Það var matarboð hjá Kiddu og Ómari og svo hjá Jónínu Dögg og Friðrik. Þá var farið í leikhúsferð með þeim Steingrími og Höllu og Sveini og Áslaugu, það var ljóst frá því að við komum inní salinn að verkið væri líklega ekki mikið fyrir okkur enda lækkuðum við meðalaldurinn um 20 – 30 ár.
Í lok mánaðarins skelltum við okkur svo í sumarbústaðaferð með Brynju og Danna.
Stóri viðburðurinn í maí var svo að frumburðurinn flutti tímabundið að heiman. Kristófer og vinur hans Helgi ákváðu að skella sér í nám í ítölsku í Florens. Það var stressandi (fyrir foreldrana) en ekki svo mikið fyrir Kristófer. Þeir voru í Flórens í 4 vikur og nýttu tímann vel til að skoða sig um. Þeir fóru til Feneyja, Róm og svo í lokin til Mílano með stoppi í Cinque Terre. Í lok júní hittum við svo Kristófer í Mílano og kom hann með okkur til Frakklands og Sviss og var þetta því rúmlega 6 vikna ferðalag hjá honum.
Sumarið
Hápunktur sumarsins og ársins var svo utanlandsferðin. Um sumarið 2016 var ákveðið að við myndum loksins skella okkur í ferðalag með Agli og Cristinu og börnum þeirra. Það var ákveðið að leigja okkur saman flott hús í Suður Frakklandi með sundlaug að sjálfsögðu. Við byrjuðum því á að fljúga til Mílano þar sem við hittum Egil og fjölskyldu og svo loksins eftir nokkra vikna ítölskunám í Flórens þá hittum við Kristófer aftur. Saman ókum við svo sem leið lá til Suður Frakklands og vorum þar í viku. Þar skoðuðum við Monakó, Marseille, St. Tropez og fleiri flotta staði. Húsið var geggjað og félagsskapurinn frábær. Slöppuðum af við sundlaugarbakkann og drukkum örfáa bjóra og enn minna rauðvín. Fengum svo eðlu í heimsókn eitt kvöldið og er myndband af því hér að neðan.
Þegar vikunni var lokið ókum við saman aftur til Ítalíu og svo héldum við fjölskyldan áfram til Sviss þar sem við vorum búin að skipuleggja húsaskipti við svissneska fjölskyldu í litlum bæ sem heitir Erlinsbach. Þaðan fórum við í dagsferðir og skoðuðum Bern, Lucern, verslunarferð til Freiburg í Þýskalandi og nágrannabæinn Aarau. Eftir viku í Sviss var svo aftur komið að kveðjustund en þá hélt Kristófer heim á leið en hann fékk að gista hjá Svönu frænku sinni þar sem að húsið okkar var jú í láni.
Síðustu vikuna fórum við í þriggja daga ferð til Interlaken þar sem við skoðuðum Lauterbrunnen, St. Beatus hellinn, Trummelback fossinn og margt fleira. Þetta svæði er án efa eitt það fallegasta sem við höfum skoðað.
Í lok júlí var svo komið heim eftir þrjár frábærar vikur þar sem sex lönd voru heimsótt.
- Lena og Gabríel í Leifsstöð
- Monakó
- Ése
- Húsið okkar
- Guðmundur að njóta
- Setið og slappað af
- Egill og Cristina
- Marsaille
- Lena Rut í St. Tropez
- Selfie í St. Tropez
- Nadine að greiða Lenu
- Kveðju Selfie
- Í lest á leið til Sviss
- Aarau
- Luzern
- Í siglingu á Lake Luzern
- Í siglingu á Lake Luzern
- Í siglingu á Lake Luzern
- Bern
- Bern
- Andys place í Erlinsbach
- Kristó á heimleið
- Mt Pilatus Selfie
- Mt Pilatus
- Aare gilið
- Trummelbach
- Interlaken
- Interlaken
- St. Beatus hellirinn
- St. Beatus hellirinn
- St. Beatus hellirinn
September
Í september fór Guðmundur með BH í keppnisferð til Sollentuna í Svíþjóð. Pabbi hans fékk að fylgja með en hann er orðinn svo gamall að hann ákvað að gista á hóteli á meðan yngri krakkarnir voru á dýnum í íþróttahúsinu. Ferðin var mjög skemmtileg og gekk Guðmundi mjög vel en hann komst áfram uppúr sínum riðli en féll svo út í fyrsta leik eftir það.
- Vinirnir í Leifsstöð
- Og sofnaðir stuttu síðar í flugvélinni
- Allur BH hópurinn
- Sollentuna
Október
Í lok september var pabbi minn greindur með lungnakrabbamein. Það kom fljótt í ljós að krabbameinið var búið að dreifa sér og því ljóst í hvað stefndi. Það var þó lagt í geislameðferð með von um að hægja á ferlinu. Pabbi hafði þó ekki alveg heilsuna í það og var því lagður inná gjörgæsludeild og í framhaldinu inná krabbameinsdeildina. Þar smá hresstist hann og stefnt var á að hann fengi að fara heim í kringum 26. – 27. október. Því miður þá lést pabbi að morgni 25. október.
Pabbi var ekta sveitakall af gamla skólanum. Þrjóskur og vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér. Þegar við heimsóttum hann á spítalann þá var það yfirleitt þannig að honum fannst algjör óþarfi að hann væri þarna eða þá að við ættum nú frekar að vera í vinnunni heldur en að eyða tíma í að heimsækja hann. Pabbi hefði aldrei vilja láta sjúkdóminn hafa verri og verri áhrif á sig og hann hefði aldrei vilja láta hafa mikið fyrir sér. Ég trúi því þess vegna að ef pabbi hefði getað valið hvernig hann hefði farið þá hefði þetta verið ansi nálægt því.
Pabbi var jarðaður í kyrrþey frá Garðakirkju þann 31. október. Það var ósk hans að jarða sig í kyrrþey enda vildi hann ekki láta hafa fyrir sér eins og fyrr segir. Ef hann hefði fengið að ráða þá hefði líklega bara hann og útfararstjórinn verið á staðnum.
Í október var ýmislegt annað svo sem handboltamót á Akureyri, steggjun hjá Svani frænda og vinnuferð til USA.
- Garðakirkja
- Jarðarför pabba
- Svanur á leið í listflug
- Dressing up
- Pittsburgh
- New York
- New York
- New York
Nóvember
Þrátt fyrir að pabbi væri nýfallin frá þá ákváðum við Jónína að halda okkur við fyrirhugaða utanlandsferð / vinnuferð til London. Það var kærkomin flótti frá raunveruleikanum og nutum við þess að slappa af og njóta okkar í London. Svana systir sá um börnin á meðan en fyrir utanlandsferðir foreldranna þá er það yfirleitt meiri tilhlökkun hjá börnunum að fá Svönu heldur en tilhlökkun foreldra fyrir ferðinni. Seinni helmingur ferðarinnar fór svo í að vera á World Travel Market.
Lena fór svo á handboltamót með mömmu sinni til Akureyrar og við skelltum okkur á jólahlaðborð með vinnustaðnum hennar Jónínu á jólahlaðborð á Hótel Örk.
Í byrjun nóvember hófumst við svo handa á því að taka í gegn stærra baðherbergið og stefnum á að því verði lokið í janúar.
- Trafalgar Square
- Í London
- Burger & lobster
- Baðherbergið fyrir endurbætur
Desember
Svanur og Hildur gengu í hjónaband frá Garðakirkju í byrjun desember. Veislan var hin skemmtilegasta.
Lena fór á badminton mót og gekk þar vel, hún vann alla sína leiki í einliðaleik. Næstu helgi á eftir fór Guðmundur á badminton mót og gekk vel. Hann komst í 4ra manna úrslit og spilaði þar á móti sterkasta leikmanni í hans aldursflokki. Leikurinn varð hörkuspennandi, Guðmundur vann fyrri lotuna, tapaði seinni og rétt tapaði svo oddalotunni. Þrátt fyrir að hafa tapað þá var hann svo ánægður með frammistöðuna að honum leið eins og sigurvegara.
Þessi desember var nokkuð öðruvísi en oft áður. Jólin og fastir liðir í kringum þau minntu sífellt á að pabbi væri nýfallin frá. Að auki vorum við á fullu í framkvæmdum innanhúss. Það var þó allt í föstum skorðum, Þorláksmessuhittingur hjá mömmu og jóladagur líka, annar í jólum með vinum og svo komu Egill og Cristina í mat strax eftir jólin.
Jónína var búin að skipuleggja óvissuferð á Áramótaskop hjá Ara Eldjárn. Eitthvað ruglaðist hún á dagsetningum og fattaði það 28. des að sýningin var 27. des. Hún setti því inn status á facebook þar sem að hún lýsti þessum raunum sínum. Einhvern veginn barst þetta til eyrna Ara Eldjárns og hann bauð okkur öllum sex á sýninguna 30. des. Sýningin var í alla staði frábær og ekki skemmdi það fyrir að við fengum að heilsa uppá Ara í lok sýningarinnar. Frábært kvöld og frábær maður hann Ari að leysa svona málin fyrir okkur.
Gamlárskvöldi var svo eytt með Ómari og Kiddu á Álfhólsveginum. Það var mjög gaman eins og búast mátti við. Frábært útsýni og skemmtilegur félagsskapur.
- Jólin komin
- Selfie með Lenu
- Jóla Selfie
- Ara Eldjárn Selfie
- Cristina og Nadine
- Gabríel og Egill
- Gamlárskvöld
- Áramóta selfie
Færðu inn athugasemd