Áhrif ferðaþjónustunnar


Undanfarið hafa þær raddir sem einblína á neikvæð áhrif ferðaþjónustunnar gerst sí háværari. Nú síðast var það seðlabankastjóri sem kenndi ferðaþjónustunni einni um styrkingu krónunnar. Vissulega eru neikvæð áhrif af auknum straumi ferðamanna til Íslands. Þessi neikvæðu áhrif verða ekki síst stærri vegna athafnaleysis ríkis og sveitastjórna. Ég ætla þó ekki að hafa þennan pistil neikvæðan og eyða honum í að telja upp allt það sem ríki og sveitarstjórnir gætu gert betur. Ég ætla að reyna frekar að benda á þau miklu áhrif sem ferðaþjónustan hefur á aðra atvinnuvegi og þar með á allt samfélagið.

Mig langar að byrja á að telja upp nokkur atriði varðandi áhrif hótels á annan atvinnurekstur. Fyrirtækið sem ég starfa hjá opnaði nýtt hótel fyrir 6 árum. Svo fyrir rúmu 1 ári síðan var það stækkað.  Á þessum 6 árum hefur þetta hótel haft þó nokkur áhrif á ýmis fyrirtæki sem eru ekki í ferðaþjónustu og þannig á samfélagið í heild.

Arkitektastofa

Bæði við byggingu hótelsins og svo aftur við stækkunina var fenginn arkitekt lögum samkvæmt til að teikna allt upp. Þessi arkitekt er svo með nokkra starfsmenn í vinnu hjá sér sem fengu þarna aukin verkefni.

Tölvuþjónusta

Hótelið þarf að hýsa sitt tölvukerfi. Það er í viðskiptum við eitt fyrirtæki sem sér um bókhaldskerfið og svo er það í viðskiptum við annað fyrirtæki sem hýsir allt tölvukerfið.

Símkerfi

Keypt var inn símkerfið þegar hótelið opnaði og svo keypt viðbót við það þegar hótelið stækkaði.

Tölvubúnaður

Keyptur var inn tölvubúnaður fyrir hótelið ásamt kassakerfi og þráðlausu netkerfi. Þessi búnaður allur er svo auðvitað fluttur inn af viðkomandi fyrirtæki sem kaupir þá þjónustu þá af innflutningsfyrirtæki.

Samskipti

Eins og þið getið ímyndað ykkur þá notar 166 herbergja hótel ansi mörg gígabæt daglega í netnotkun og svo eru hringd nokkur símtöl daglega úr og í þetta hótel. Hótel er því í viðskiptum við fjarskiptafyrirtæki sem sinnir þessu og þar koma við sögu tæknimenn, símvirkjar, viðskiptastjórar og fleira.

Tryggingar

Hótelið er að sjálfsögðu tryggt bak og fyrir. Tryggingarfélagið nýtur því góðs af því og aukin velta tryggingarfélags ætti svo að skila sér í fleiri starfsmönnum þar ásamt jafnvel lægri iðgjöldum til annarra viðskiptavina.

Öryggiskerfi

Á hótelinu eru ýmis öryggiskerfi ásamt nokkuð stóru myndavéla eftirlitskerfi. Einnig er hótelið með þjónustusamning við öryggisfyrirtæki. Þar koma við sögu tæknimenn og viðskiptastjórar ásamt aðilum sem sinna eftirliti á slökkviliðstækjum og þess háttar.

Fasteignafélag

Fasteignafélag á bygginguna sem hótelið er staðsett í. Það er leigusali og fær því eðlilega mánaðarlegar leigutekjur. Fasteignafélagið er með marga starfsmenn í vinnu sem svo auðvitað njóta góðs af auknum verkefnum. Þessir starfsmenn eru verkefnastjórar, lögmenn, verkfræðingar og viðskiptafræðingar.

Drykkir

Það væri nú ekki mikið varið í hótelið ef það væri ekki bar þar. Hótelið verslar áfengisveitingar af nokkrum fyritækjum. Þar koma við sögu viðskiptastjórar, framleiðslustjórar, bílstjórar og fleiri.

Matur

Á viðkomandi hóteli er í boði morgunmatur. Þar er verslað við bakarí, mjólkursamsölu, kjötframleiðslufyrirtæki og fleiri.

Skiltagerð og merkingar

Á hótelinu eru auðvitað ljósaskilti að utan, þar eru merkingar við hvern gang og svo merkingar við hverja hurð. Við þessi verkefni komu við sögu grafískir hönnuðir, smiðir, sölumenn og margt fleira.

Svo er auðvitað óupptalið öll þau miklu viðskipti sem gestir þessa hótels eiga við hin ýmsu fyrirtæki á ferð sinni til Íslands.

Á þessari upptalningu, sem er alls ekki tæmandi, má sjá að eitt hótel hefur ansi mikil áhrif á atvinnulífið. Dæmin eru mun fleiri. Það má t.d. nefna nýlegt hótel á landsbyggðinni sem hafði þau áhrif að ákveðið var að hætta við lokun á grunnskóla í nágrenninu. Einnig er vert að minna á að allir þeir starfsmenn sem starfa og búa í viðkomandi sveitarfélagi greiða útsvar þangað og styrkja þannig viðkomandi sveitarfélag.

Það á við um allan fyrirtækjarekstur að þeim fylgja afleidd störf og er ferðaþjónustan þar engin undantekning. Ferðaþjónustan er mjög fjölbreytt en þar má finna smá fyrirtæki sem eru með 1 – 2 starfsmenn og svo allt upp í mjög stór fyrirtæki sem skipa sér í flokk með stærstu fyrirtækjum landsins.

Eins og sjá má hér að ofan þá hefur eitt hótel mikil og jákvæð áhrif á atvinnulífið og þá er rétt hægt að ímynda sér áhrifin sem 10 hótel hafa, nú eða 20 hótel. Þá er ekki minnst á áhrifin sem aðrir gististaðir, ferðaskrifstofur, flugfélög, veitingastaðir, hópbifreiðar, bílaleigur, hvalaskoðunarfyrirtæki eða önnur afþreyingarfyrirtæki hafa á atvinnulífið og þjóðfélagið í heild.

Flokkar:Ferðamál, Pólitík, Stjórnun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: