Ísland og fjöldi ferðamanna


Mikil umræða hefur verið undanfarið um mikla aukningu ferðamanna og sumir á þeirri skoðun að Ísland megi ekki við því að taka við fleiri ferðamönnum.  Í þessum stutta pistli langar mig því til að bera saman fjölda ferðamanna til nokkurra landa og stærð viðkomandi lands. Hér að neðan er notast við fjölda ferðamanna árið 2012 og þó svo að mikil aukning hafi vissulega orðið á Íslandi síðan þá erum við samt ekki komin með fleiri ferðamenn en næsta land á þessum lista.

Fjöldi ferðamanna2

 

Á töflunni hér að ofan má sjá að af þeim löndum sem ég tók til þá er Ísland stærsta landið en með fæsta ferðamenn.  Ef við skoðum þetta svo aðeins nánar þá má sjá að Ísland er með 6,5 ferðamenn pr km2 á meðan næsta land á eftir, Lettland, er með 22 ferðamenn á hvern km2.  Þar má einnig sjá að Malta er næstminnsta landið á þessum lista og eru þau með 4.569 ferðamenn á hvern km2.

Stærð vs fjöldi

Á súluritinu hér að ofan má svo sjá þetta aðeins myndrænna en þar má sjá að Ísland er stærsta landið af þessum lista en með fæsta ferðamenn.

Að mínu mati er því ljóst af þessari upptalningu að landið getur tekið við mun fleiri ferðamönnum en það gerir í dag miðað við stærð lands og því tel ég að vandamálið sé ekki fjöldi ferðamanna heldur einmitt innviðirnir og stoðkerfið. Sú ábyrgð hvílir að stærstum hluta á hinu opinbera. Það á bæði við um ríkið og svo sveitarfélögin og því er mikilvægt að þessi tvíhöfða þurs sem hið opinbera er fari að tala sama og leysa málin en hætti að benda á hvort annað.

Það eru einnig önnur verkefni sem er mikilvægt að klára hið fyrsta. Í mínum huga eru þetta þau verkefni helst og þar leikur ríkisstjórnin og ráðamenn algjört lykilhlutverk. Sé þeim verkefnum ekki sinnt sem þarf að sinna þá er ábyrgð þeirra mikil.

  1. Fjölga aðdráttaröflum.  Nauðsynlegt er að fjölga stöðum sem við getum sýnt gestum okkar en við höfum svo miklu meira að sýna en bara Gullfoss, Geysi og Bláa Lónið.
  2. Bæta vegakerfið.  Vegakerfið okkar þarf að anna mun fleiri bílum en það gerir í dag. Þetta er líka öryggisatriði fyrir íbúa landsins og nauðsynlegt að fara í þetta sem fyrst.
  3. Marka heildstæða stefnu í ferðamálum með samþykki allra hagsmunaaðila.  Mikilvægt er að íbúar svæðanna komið vel að þessari stefnu enda eru íbúar í mínum huga ein helsta auðlind Íslands.
  4. Samstaða. Ná samstöðu um það hvernig við ætlum að innheimta gjöld af ferðamönnum til að standa undir nauðsynlegri verndun og uppbyggingu.
  5. Dreifing ferðamanna. Þetta er ekki nýtt verkefni en ennþá að miklu leyti óleyst.  Nauðsynlegt er að dreifa ferðamönnum strax víðar um landið. Nauðsynlegt er að fá erlend eða innlend flugfélög til að fljúga beint til Egilsstaða og Akureyrar strax. Það er fljótasta leiðin til að geta tekið við fleiri ferðamönnum og á meðan er hægt að byggja upp fleiri staði.

Ef að við náum ekki að bæta strax úr verkefnunum hér að ofan og mörgum fleiri þá munum við eyðileggja ferðaþjónustuna og mun það leiða til meiri kostnaðar og verri lífsgæða fyrir íbúa landsins enda er ferðaþjónustan orðin ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins.

Einnig langar mig að lokum að nefna þátt fjölmiðla en þeir bera mikla ábyrgð og nauðsynlegt er að hafa jafna umræðu um ferðaþjónustuna. Alltof mikil áhersla hefur verið lögð á „neikvæð“ áhrif ferðamanna og lítið sagt frá öllu því jákvæða. Það gengur ekki endalaust að taka upp gagnrýnislaust það sem aðrir segja eða skrifa og gera úr því frétt.  Fjölmiðlamenn verða að vera gagnrýnni og rannsaka málin sjálf.

 

Flokkar:Ferðamál, Pólitík, Stjórnun

4 comments

  1. Gaman væri að sjá viðlíka umfjöllun þar sem fjöldi ferðamanna væri borinn saman við íbúafjölda landanna en ekki landssvæði. Það er nokkuð augljóst að við getum auðveldlega komið fleiri ferðamönnum fyrir á landinu en spurningin sem þyrfti að spyrja er:
    „Getum við tekið á móti og þjónustað þann fjölda sem sækist eftir því að ferðast hingað til lands?“

    Á hvaða tímapunkti þurfum við að fara að flytja inn vinnuafl í auknum mæli til að geta þjónustað alla þessa ferðamenn?
    Hve mikið fjármagn hefur 330 þús manna þjóð efni á að leggja í uppbyggingu og viðhald innviða í ferðaþjónustu á ári hverju?
    Getum við tekið við og þjónustað 2 milljónum ferðamanna?
    Hvað með 3 milljónum?

    Davíð Brynjar Sigurjónsson
    Viðskipta- og Ferðamálafræðingur

    • Ísland er auðvitað dálítið sér á parti, verandi svona fámenn þjóð á svona stóru landsvæði. Auðvitað er þessi nálgun dálítil einföldun og bara ein af mörgum nálgunum. Fyrst og fremst er þetta nú til að benda á þá staðreynd að innviðir okkar og stoðkerfið miðast ennþá við okkar fámennu þjóð en ekki þann vaxandi ferðamannafjölda sem hingað kemur. Varðandi spurningu þínu um hve mikið fjármagn við höfum efni á að leggja í uppbyggingu þá vil ég benda þér á https://geirgigja.wordpress.com/2014/01/01/ferdathjonustan-skiptir-mali-fyrir-islenskt-samfelag/ og spyrja á móti hvort við höfum efni á því að missa þessa ferðamenn. Það er einmitt raunhæf hætta á að ferðamönnum fækki hingað ef við pössum okkur ekki og förum á fullt í að byggja upp og viðhalda innviðina.

    • Við getum tekið við og byggt upp fyrir eins marga ferðamenn og vilja koma, svo lengi sem við rukkum ferðamennina fyrir heimsóknina. Það erum við hins vegar ekki að gera í dag.

  2. Svo má benda á að flest löndin eru ekki eins óbyggileg eins og Ísland. Megnið af landinu okkar eru fjöll, hálendi og jöklar. Mætti væntanlega deila þessum 600.þ ferðamönnum í 25.000 ferkílómetra. 🙂

Færðu inn athugasemd við Haukur Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: