Ferðaþjónustan skiptir máli fyrir íslenskt samfélag


Hefur þín fjölskylda efni á að borga 191.000 kr hærri skatta á hverju ári?

Það hefur verið mikil umræða um fjölgun ferðamanna og þau áhrif sem sú fjölgun hefur.  Nokkuð hefur verið talað um neikvæðu áhrifin sem eru mörg hver tilkomin þar sem að við vorum og erum kannski ekki alveg tilbúin undir þennan fjölda.  Hér að neðan langaði mig til að lista upp nokkur af þeim jákvæðu áhrifum sem þessi fjölgun ferðamanna hefur á Ísland og þjóðfélag okkar.  Þessi upptalning er langt í frá tæmandi.

Hallgrímskirkja.  Í þættinum Á ferð og flugi á ÍNN kom það fram að Hallgrímskirkja er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands með um 400.000 gesti en þar af fara um 98.000 upp í turninn.  Ef við gerum ráð fyrir að allir þessir aðilar greiði gjaldið sem er núna 700 kr þá eru það tekjur uppá 68 milljónir sem nýtast í kirkjustarfið.

Miðbærinn.  Mikill fjöldi kaffihúsa og veitingastaða eru í miðbænum.  Þessir staðir skapa störf og greiða virðisaukaskatt.  Þessir staðir kaupa hráefni af innlendum birgjum og heildsölum og skapa þannig verðmæti.  Hægt er að fullyrði að þessi fjöldi af kaffihúsum og veitingastöðum væri ekki til ef ekki væri fyrir ferðamenn.

Þjónusta á landsbyggðinni.  Mikið er um tjaldsvæði, gistihús, veitingastaði, kaffihús og fleiri þjónustuaðila sem fá stóran hluta af sínum tekjum af erlendum ferðamönnum.  Þessir staðir skapa atvinnu og kaupa hráefni. Þessir staðir veita einnig þjónustu til innlendra ferðamanna þegar þeir ferðast um landið.  Þessi þjónusta væri ekki til staðar í jafnmiklum mæli fyrir innlenda ferðamenn ef ekki væri fyrir erlenda ferðamenn.

Verslun.  Erlendir ferðamenn kaupa í síauknum mæli vörur af íslenskum fyrirtækjum.  Fyrirtæki eins og Cintamani, 66° Norður og mikið af hönnunarverslunum fá mikla veltu frá erlendum ferðamönnum.  Í maí 2013 keyptu erlendir ferðamenn vörur af íslenskum verslunum fyrir rúman einn milljarð króna, þar af voru um 200 milljónir í fataverslunum.  Athugið að þetta er bara fyrir einn mánuð árið 2013.

Menning og listir.  Menningarlíf fær sinn skerf frá erlendum ferðamönnum.  Viðburðir eins og Iceland Airwaves, RIFF, Food & Fun og margir fleiri skapa mikið af tekjum en ekki síður lífga upp á menningarlíf okkar.

Viðskipti ferðaþjónustufyrirtækja við önnur fyrirtæki.  Ferðþjónustufyrirtæki eru svo að sjálfsögðu í miklum viðskiptum við önnur fyrirtæki og skapa þeim miklar tekjur.  Þessi fyrirtæki eru ekki ferðaþjónustufyrirtæki og því sjást áhrifin ekki eins vel.  Það fyrirtæki sem ég starfa hjá er í daglegum viðskiptum við

    • Tölvufyrirtæki
    • Heildsölu á matvælum
    • Heildsölu á áfengi
    • Tryggingarfélag
    • Fjarskiptafélag
    • Skrifstofuvöruverslun
    • Hreinlætisvöruverslun

Þarna má minnast á nýlega frétt um RB rúm en þar kom fram að um 70% af framleiðslu fyrirtækisins árið 2013 væri vegna fjölgunar gististaða.  Nú vinna um 15 manns hjá fyrirtækinu og má því reikna með að um 10 manns séu starfandi hjá RB rúmum vegna ferðaþjónustunnar.  Þetta er gott dæmi um þau áhrif sem ferðaþjónustan hefur á fyrirtæki sem eru ekki skilgreind sem ferðaþjónustufyrirtækja

Efnahagsleg áhrif
    • Gjaldeyristekjur:  Hlutfall ferðaþjónustu í gjaldeyristekjum þjóðarinnar var 23,5%.
    • Vöru og þjónustuskattar:  Vöru og þjónustuskattar voru um 15 milljarðar árið 2010.
    • Íslensk fyrirtæki:  238 milljarðar (238.000.000.000) skiluðu sér til íslenskra fyrirtækja frá erlendum ferðamönnum árið 2012.
    • Laun og opinber gjöld.  Þá eru ótalin þau laun og opinber gjöld sem fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða til sinna starfsmanna og til hins opinbera.

Eins og kemur fram hér að ofan þá eru vöru og þjónustuskattar árið 2010 af erlendum ferðamönnum um 15 milljarðar.  Samkvæmt Hagstofu Íslands eru 78.168 svokallaðar kjarnafjölskyldur á Íslandi.  Ef erlendra ferðamanna nyti ekki við þá má gera ráð fyrir því að hver kjarnafjölskylda þyrfti að greiða 191.894 kr meira til ríkisins á ári, þ.e. af við viljum að tekjur ríkisins haldist óbreyttar.  Ef við reiknum þetta niður á einstaklinga, 16 ára og eldri, þá þyrfti hver og einn að greiða 59.750 kr meira.  Þarna er ótaldir aðrar skatttekjur sem ríkissjóður fær beint eða óbeint vegna erlendra ferðamanna.  Í nýlegri grein Árna Gunnarssonar formanns SAF kemur fram að beinar skatttekjur ríkisins séu sem samsvarar um 256.000 kr á hverja fjölskyldu.  Hefur þú efni á því?

Við verðum að hlúa að þessari gullhænu okkar því að án árangursríkrar stjórnunar þá einfaldlega hættir hænan að verpa.  Árangursrík stjórnun felur í sér að:

Stjórna uppbyggingunni.
Stjórna mun betur dreifingu ferðamanna yfir allt landið.
Stjórna mun betur dreifingu ferðamanna yfir árið.
Stjórna mun betur umræðunni og koma sjónarmiðum ferðaþjónustunnar betur á framfæri.
Stjórna betur í góðu samstarfi við almenning enda almenningur einn mikilvægasti aðilinn í ferðaþjónustunni.

Fyrst og síðast þurfum við innan ferðaþjónustunnar að hætta að deila innbyrðis og koma okkur saman um hver eru helstu hagsmunamál greinarinnar.

Flokkar:Ferðamál, Pólitík, StjórnunEfnisorð:, , , ,

1 athugasemd

  1. Takk Geir fyri fróðlega og góða samantekt. Eitt sem mig langar að bæta við þetta er þessi umræða um miljón ferðamenn 2020. Þetta er snilldar markmið, svo kemur þetta ,en. Hvernig ætlum við aðfóðra allan þennan fjölda gesta. Verður ekki að skipuleggja framleiðslu aukningu t.d. Í landbunaðarafurðum til að geta gefið ( selt ) þessu fólki að borða? Ef að hiðopinbera er að hvetja til þessara fjölgunar gesta gefur það auga leið að sömu aðilar verða að hugsa fyrir þessum hlutum lika til að gera virði hvers gests sem mest.Því miður finnst mér þeir vera alltof margir sem vilja bara flytja vörur sem mest inn til þess metta alla þá gesti sem hingað koma. Við erum full fær um að framleiða meira það þarf bara að taka ákvörðun um það.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: