Lélegur kjósandi


Ég er lélegur kjósandi.

Ég hef verið að átta mig á því að ég er alveg arfaslakur kjósandi.  Ég virðist bara ekki geta kosið rétt. Lítum aðeins yfir ferilinn

Ég hef sjaldan kosið flokka bara vegna þess að þetta væri ákveðinn flokkur. Ég hef reynt að meta út frá mönnum og málefnum og ekki síst hvernig viðkomandi flokkur hefur staðið sig síðustu ár vegna þess að ég, rétt eins og margir aðrir kjósendur, er með frekar lélegt minni þegar kemur að stjórnmálum.

Kosningarnar 2009

Árið 2009 kaus ég Samfylkinguna og hafði mikla væntingar.  Jóhann, sú fræga jafnaðarkona ætlaði sér aldeilis að laga allt sem sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur hefðu „fokkað upp“ á síðustu árum. Hún ætlaði sér að setja skjaldborg um heimilin.  Hún fékk því mitt atkvæði og ég var meira að segja nokkuð þolinmóður að bíða og sjá en aldrei kom skjaldborgin, þetta var meira svona umsátur með auknum sköttum og hækkandi verði á vel flestu.

Kosningarnar 2013

Það var því ljóst að þegar kom að því að kjósa árið 2013 að Samfylkingin fengi ekki mitt atkvæði aftur, ég hafði greinilega ekki staðið mig 2009 og því fór atkvæðið þá á vitlausan stað. Ég ákvað því að reyna að standa mig betur í þetta skiptið. Við tók nokkuð örugg aðferð eða svokölluð útilokunaraðferð.

  • Samfylking:  Hafði staðið sig hrikalega frá 2009 og ekki staðið við nein loforð varðandi skjaldborg heimilanna og því komu þau ekki til greina. Auk þess var Árni Páll orðinn formaður og því enn minni líkur á að mitt atkvæði færi þangað.  Því var Samfylkingin fyrsti flokkurinn til að verða útilokaður.
  • Vinstri grænir:  Neibb og neibb.  Hugnast fátt í þeirra málflutningi auk þess sem þeir stóðu með Samfylkingunni í að gera kjör heimilanna enn verri á árunum 2009 – 2013.
  • Sjálfstæðisflokkurinn.  Neibb, Neibb og neibb.  Bjarni Ben þar í forsvari og það eitt gerði það að verkum að þeir fengu ekki mitt atkvæði.
  • Píratar:  No, no, no,no,no.  Þar var Birgitta áberandi og því kom sá flokkur ekki til greina.

Margir af litlu flokkunum voru einnig fljótt útilokaðir.  Eftir stóðu Björt Framtíð, Dögun og Framsóknarflokkurinn. Fljótt strikaði ég út Bjarta framtíð og fyrst og fremst vegna þess að þeir voru ekki með nógu skýrt hvernig þeir ætluðu gera hlutina. Það var of mikið svona „við viljum búa í góðu þjóðfélagi“ en ekki hvernig.  Eftir stóðu Dögun og Framsóknarflokkurinn.  Sigmundur Davið var áberandi og lofaði miklu og þau loforð féllu mörg hver mér vel í geð. Einnig var ljóst að Dögun yrði ekki stór og því fannst mér eins og að ég myndi vera að „eyða“ atkvæði mínu með því að kjósa það.  Niðurstaðan varð því X-B og taldi ég mig hafa staðið mig nokkuð vel við að ákveða þetta og var nokkuð viss um að í þetta skiptið yrði ég nú góður kjósandi.

Nú er annað að koma á daginn og þar er margt sem hægt er að telja upp.

  • Afnám verðtryggingar,
  • Skuldaniðurfelling sem heimilin áttu að finna fyrir strax.
  • tryggja flýtimeðferð dómsmála sem varða skuldir heimilanna
  • Efla ferðaþjónustu m.a. með náttúrupassa en nú kom ráðherra ferðamála í fréttir og útilokaði ekki innheimtu á hverjum stað amk fyrsta sumarið.
  • Og nú síðast að draga umsókn Íslands í ESB til baka en við áttum jú alltaf að fá að kjósa um þetta.

Og margt fleira.

Ég virðist bara ekki vera hæfur í þetta starf og þarf því að endurskoða hvernig og hvort ég taki það að mér aftur. Eða er þetta kannski ekki mér að kenna?  Eru stjórnmálamenn kannski bara upp til hópa óheiðarlegir lygarar? Hvernig komast þeir upp með það ár eftir ár? Eru kjósendur einfaldlega óhæfir líkt og ég? Hver er þáttur fjölmiðla í þessu, eru þeir ekki að standa sig í að veita þessum stjórnmálamönnum aðhald? Eru fjölmiðlar of mikið handbendi eigenda sinna eða ritstjóra, sem hafa jú ákveðnar stjórnmálaskoðanar og því geta þeir ekki veitt lesendum sínum „réttar“ upplýsingar?

Flokkar:Pólitík

1 athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: